Nauðsynlegt að skoða almannavarnir á landsvísu

Formaður Slysavanafélagsins Landsbjargar segir að almannavarna megi ekki vera undir styrk einstakra lögregluumdæma eða sveitarfélaga komnar, heldur verði að horfa á þær heildstætt. Björgunarsveitir gegna þar lykilhlutverki. Ekki verði hægt að kippa fótum undan tekjuöflun þeirra með sölu flugelda án þess að eitthvað annað komi í stað.

Lesa meira

Ráðherra mátti ekki skerða greiðslur til sveitarfélaga með reglugerð

Fljótsdalshreppur er eitt fimm sveitarfélaga sem undirbúa bótakröfu á hendur íslenska ríkinu eftir að Hæstiréttur dæmdi í morgun að skerðing framlaga til þeirra úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga væri ólögleg. Líklegt er að bæturnar nemi vel yfir einum milljarði króna.

Lesa meira

Tvær milljónir í nýsköpunarverkefni

Pes ehf., sem meðal annars stendur að Krossdal byssuskeftunum, fékk hæsta styrkinn þegar úthlutað var úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs nýverið. Alls var tveimur milljónum úthlutað til sjö verkefna að þessu sinni.

Lesa meira

Viljum gera gott mót fyrir alla

Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir mikinn áhuga fyrir mótinu í Neskaupsstað og gaman að vinna að undirbúningi með Norðfirðingum.

Lesa meira

Telur flygildi framtíðina í vöktun hafsvæða

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hvetur til þess að Ísland gerist sem fyrst aðili að Geimvísindastofnun Evrópu. Slíkt skipti máli fyrir vöktun á því gríðarstóra hafsvæði sem umlykur landið. Flygildi sem er í tilraunaflugi á Egilsstöðum sé það sem koma skal.

Lesa meira

Klukkutíminn lengi að líða þegar beðið er eftir sjúkrabílnum

Slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi kallar eftir því að viðbragðshópi á Borgarfirði eystra verið fundið skjól innan heilbrigðiskerfisins. Heimamenn séu viljugir til að bjarga sér en þurfi stuðning og heimildir til þess.

Lesa meira

Vatnsverksmiðja skapi strax 6-8 störf

Undirbúningur að stofnun vatnsáfyllingarverksmiðju á Borgarfirði eystra er áfram í fullum gangi. Áformað er að reisa 900 fermetra byggingu yfir verksmiðjuna.

Lesa meira

Stafræn kynferðisleg áreitni hluti af veruleika ungs fólks

Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur úti instagram síðunni Fávitar hélt fyrirlestur í Menntaskólanum á Egilsstöðum og félagsmiðstöðinni Nýung á þriðjudaginn. Hún stofnaði instagramsíðuna til að berjast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.