Hoffellið til makrílveiða í kvöld

Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar heldur til makrílveiða í kvöld. Venus frá Vopnafirði er þegar kominn á miðin. Skip Eskju fara út um helgina en enn eru nokkrir dagar í að vinnsla byrji hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.

Lesa meira

Framkvæmdir hafnar við Kröflulínu 3

Framkvæmdir eru hafnar í tengslum við reisingu Kröfulínu 3, nýrrar háspennilínu milli Kröfluvirkjunar og Fljótsdalsstöðvar.

Lesa meira

Telja stjórnendur Vopnafjarðarhrepps ekki standa við gefin loforð

Stjórn AFL Starfsgreinafélags vill að forsvarsmenn Stapa lífeyrissjóðs haldi áfram að leita réttar félaga í uppgjöri á vangreiddum lífeyrisiðgjöldum hjá Vopnafjarðarhreppi. Bæði verkalýðsfélagið og lífeyrissjóðurinn telja stjórnendur sveitarfélagsins ganga á bak fyrri loforðum með nýlegu tilboði um uppgjör.

Lesa meira

Neitunarvald í höndum íbúa Fljótsdalshéraðs

Staðfest hefur verið að kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Borgarfjarðarhrepps laugardaginn 26. október. Tvo þriðju hluta íbúa eða sveitarfélaganna þarf til að samþykkja sameininguna sem tæki formlega gildi næsta vor.

Lesa meira

Minna íbúa á að læsa húsum sínum

Lögreglan á Egilsstöðum minnir íbúa á að vera á varðbergi og læsa húsum sínum. Tilkynningar hafa borist um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu.

Lesa meira

Brugghús og heilsulind á Heyklifi?

Brugghús, veitingastaður og hótel með heilsulind eru helstu hugmyndir félags sem áformar framkvæmdir á Heyklifi á Kambanesi í sunnanverðum Stöðvarfirði. Markmiðið á að vera að byggja upp einstaka hágæða ferðaþjónustu.

Lesa meira

Ákærður fyrir að falsa greiðslukvittun

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir skjalafals með að því að hafa framvísað falsarði greiðslukvittun í milliríkjaviðskiptum.

Lesa meira

„Kemst eins nálægt því að upplifa bardaga og hægt er”

„Ég held að nýting á sýndarveruleikatækninni muni aukast mjög í miðlun á sögu og ýmsu öðru á næstu árum. Það er gaman fyrir okkur að vera í fararbroddi í þeim málum, en alveg sama hvaða tækni er nýtt þá skiptir innihaldið alltaf mestu máli, að hafa einhverju sögu að segja,” segir Borgfirðingurinn Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sögusetursins, 1238 Baráttan um Ísland, sem staðsett er á Sauðárkróki.

Lesa meira

Virkt umferðareftirlit komi í veg fyrir alvarleg slys

Lögreglan á Austurlandi hefur tekið töluvert af ökumönnum fyrir of hraðan akstur það sem af er sumri. Hraðast er ekið á Háreksstaðaleið. Yfirlögregluþjónn segir markmið sýnilegs umferðareftirlit að koma í veg fyrir alvarleg slys.

Lesa meira

Hægt að senda inn úrbótatillögur með lítilli fyrirhöfn

„Þetta snýst um að benda á það sem auðvelt er að laga í umhverfinu og við hvetjum fólk til að leggja til úrbætur sem eru hófsamar og raunsæjar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um svokallaðar úrbótagöngur og sérstakan úrbótavef sem opnaður hefur verið. María var í viðtali hjá N4 vegna málsins fyrir skömmu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.