Orkumálinn 2024

„Þetta er það erfiðasta sem við höfum gert hingað til“

„Markmið söfnunarinnar er að styrkja börnin og fjölskyldu á erfiðum tíma. Sorgin er næg þótt fjárhagsáhyggjur bætist ekki ofan á,“ segir Anna Hólm Stefánsdóttir á Egilsstöðum, systir Írisar Daggar Stefánsdóttur, sem lést aðfaranótt miðvikudags eftir að hafa fengið blóðtappa í höfuðið.

Lesa meira

„Forritun er færni til framtíðar“

„Þegar ég tók við starfinu byrjaði ég á því að fara yfir stöðuna til þess að átta mig á því hvaða búnaður væri til og satt best að segja var hún ekki beisin,“ segir Birgir Jónsson, skólastjóri Grunnskóla Eskifjarðar, sem á dögunum barst höfðingleg gjöf frá Eskju til eflingar tæknikennslu.

Lesa meira

Felld tré öðlast framhaldslíf

Fyrirtækið Skógarafurðir í Fljótsdal biðlar til garðeigenda að henda ekki trjám sem þeir hafa fellt í görðum sínum. Fyrirtækið býðst til að sækja trjáboli sem nýtilegir eru í framleiðslu.

Lesa meira

„Það þýðir ekki að bíða endalaust“

„Nýsköpun er lykillinn að framþróun allra samfélaga og er því nauðsynlegt að koma í veg fyrir stöðnun og jafnvel hnignun þeirra samfélaga sem hafa reitt sig á svipaðan atvinnubúskap ár frá ári,“ segir Daníel G. Daníelsson, verkefnafulltrúi hjá Icelandic Startups, sem hvetur alla til að senda inn umsókn í frumkvöðlakeppnina Gulleggið, en frestur til þess rennur út þann út 12. september næstkomandi.

Lesa meira

Söknuðu unga fólksins

„Mætingin var mjög góð þó svo við hefðum viljað sjá fleiri af markhópnum okkar, sem var ungt fólk í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólanemar,“ segir Bára Dögg Þórhallsdóttir, verkefnastjóri náms- og atvinnulífssýningarinnar Að heiman og heim, sem haldin var á Egilsstöðum síðastliðin laugardag.

Lesa meira

Ráðherra heitir að gera það sem hægt er til að manna heilbrigðisþjónustuna

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á næstu dögum muni líta dagsins ljós stefnumörkun sem að hluta nýtist til að bregðast við erfiðleikum í mönnun heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Bundnar eru vonir við fjarheilbrigðisþjónustu þar sem illa gengur að manna stöður.

Lesa meira

Mikilvægt að sýna unga fólkinu hvað hægt er að fást við á Austurlandi

Um 50 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kynna starfsemi sýna á náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin er á Egilsstöðum í dag. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir mikilvægt að vekja reglulega athygli á fjölbreyttu atvinnulífi í fjórðungnum.

Lesa meira

Sýna tækifærin sem eru á Austurlandi

Um fimmtíu fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök munu taka þátt í náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim sem haldin verður um á laugardag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á vegum samtakanna Ungs Austurlands. Formaður samtakanna segir skipta máli að vekja athygli á þeim atvinnutækifærum sem í boði eru í fjórðungnum áður en fólk hverfi úr honum til náms.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.