Orkumálinn 2024

Skugganefju talið hafa rekið á land í Reyðarfirði

Mögulegt er að tvær skugganefjur, hvalategund sem er fremur sjaldséð hér við land, hafi rekið upp á austfirskar strendur í vikunni. Óvenju marga hvali hefur rekið á austfirskar fjörur á árinu. Ekki er vitað hvað veldur.

Lesa meira

Kynningarfundur um nýjan þjóðgarð

Nefnd sem vinnur að tillögum um þjóðgarð á miðhálendinu heldur opinn kynningarfund um verkefnið á Egilsstöðum í dag.

Lesa meira

„Það var kominn tími á að endurnýja þessi svæði“

„Það eru allir bara mjög ánægðir með þessar framkvæmdir,“ segir Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framvæmda umhverfissviðs Fjarðabyggðar um endurnýjum leiksvæða við grunnskólana á Reyðarfirði og Eskifirði.

Lesa meira

Íbúar áminntir um að læsa húsum og bílum

Lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári þeirra sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í hús í Fellabæ um miðjan mánuðinn. Þjófagengi hafa hrellt íbúa víða um land í sumar.

Lesa meira

Gögn vantar um brýr í íslenska vegakerfinu

Takmörkuð gögn virðast til um framkvæmdir við brýr í íslenska vegakerfinu. Gögnin gætu nýst við viðhald brúanna og áhættugreiningu. Litlar áhyggjur virðist þurfa að hafa af austfirskum brúm.

Lesa meira

„Það vilja allir vera með ærslabelg“

„Mér sýnist belgurinn nýtast mjög vel, það eru alltaf krakkar á honum nema í mikilli rigningu,“ segir Jón Ólafur Eiðsson, meðlimur í foreldrafélagi Grunnskóla Reyðarfjarðar, en félagið stóð fyrir söfnun og uppsetningu ærslabelgs á Reyðarfirði í sumar.

Lesa meira

Egilsstaðir komnir á Facebook

Þeir sem búa, eða eru aldir upp á Egilsstöðum, geta nú loksins kennt sig við staðinn á Facebook. Markaðssérfræðingur segir mikilvægt fyrir sveitarfélög og aðra viðburðahaldara að geta tengt sig við ákveðna staði til að vekja athygli á vöru sinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.