Varað við hvassviðri í dag

Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun til ferðalanga á leið um Austurland í dag vegna hvassviðris sem er á leiðinni.

Lesa meira

Sverrir Mar gefur kost á sér til formanns ASÍ

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, hefur lýst yfir framboði til formanns Alþýðusambands Íslands. Núverandi formaður, Gylfi Arnbjörnsson, gaf nýverið út að hann sæktist ekki eftir endurkjöri á þingi sambandsins í haust.

Lesa meira

Minna á ábyrga ferðahegðun

Björgunarsveitir á 50 stöðum á landinu hafa í dag minnt ferðafólk á ábyrga ferðahegðun í tilefni af Safetravel-deginum. Austfirskar sveitir eru meðal þeirra.

Lesa meira

Verðmætasti farmur norðfirsks fiskiskips

Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað á sunnudagskvöld eftir að hafa verið í veiðum í Barentshafi frá því í lok apríl. Skipið með 500 tonn af frystum afurðum sem metnar eru á um 380 milljónir króna og mun vera verðmætasti farmur sem fiskiskip frá Norðfirði hefur komið með að landi.

Lesa meira

Olga Vocal Ensemble á ferð um Austurland

Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble heldur þrenna tónleika á Austurlandi á næstu dögum. Tónleikarnir bera yfirskriftina „It‘s a Woman‘s World“ og fagnar listakonum síðustu 1000 ára, líkt og samnefnd plata hópsins sem kom út í byrjun sumars.

Lesa meira

Andleg líðan mælist verst á Austurlandi

Fleiri Austfirðingar álíta andlega heilsu sína lélega heldur en íbúar annarra landshluta. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) segir enga eina augljósa skýringu á bak við tölurnar en geðheilbrigðisþjónusta stofnunarinnar hefur verið efld verulega undanfarin misseri.

Lesa meira

Fóru fram á aðgang að öllum tillögum um fráveitu

Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshérað höfnuðu ósk minnihlutans um nefndin fengi í gegnum stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) aðgang að öllum gögnum á ólíkum valkostum um legu nýrrar fráveitu fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Lesa meira

Móðir Jörð sýknuð af ákæru um brot á útlendingalögum

Fyrirsvarsmenn fyrirtækisins Móður Jarðar, sem stundar lífræna ræktun á Vallanesi á Fljótsdalshéraði, voru í vikunni sýknaðir í héraðsdómi Austurlands af ákæru um brot á útlendingalögum með að hafa í vinnu fjóra bandaríska sjálfboðaliða.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.