Borgarfjörðurinn hálf mórauður í morgun

Sjórinn á Borgarfirði varð hálf mórauður á tíma í morgun vegna framburðar úr Fjarðará. Ekki er fyllilega ljóst hver uppruni efnisins er. Sjónarvottur segir hafa verið magnað að fylgjast með firðinum.

Lesa meira

Lítið meiddur eftir veltu

Ökumaður fólksbifreiðar má teljast heppinn að hafa sloppið lítið meiddur eftir út af akstur í Fjarðarheiði seinni part föstudags.

Lesa meira

Helgin; „Sárin sjást ekki alltaf utan á fólki“

„Ég er sjálfur svo þakklátur fyrir að eiga góða geðheilsu og geri mér fulla grein fyrir því að það er alls ekki sjálfgefið. Þegar maður er hraustur finnst mér nauðsynlegt að láta eitthvað af hendi rakna og styðja þá sem þurfa á því að halda,“ segir Bjarni Þór Haraldsson á Egilsstöðum sem stendur fyrir 80’s rokkveislu í Valaskjálf í kvöld þar sem allur ágóði rennur til geðsviðs HSA.

Lesa meira

Íbúar áminntir um að læsa húsum og bílum

Lögreglunni hefur ekki enn tekist að hafa hendur í hári þeirra sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í hús í Fellabæ um miðjan mánuðinn. Þjófagengi hafa hrellt íbúa víða um land í sumar.

Lesa meira

Afföll á dýrum með staðsetningartæki vegna veiða

Tvö dýr með staðsetningartæki á vegum Náttúrustofu Austurlands voru skotin við veiðar í vikunni. Forstöðumaður stofnunarinnar segir viðbúið afföll verði á merktum dýrum og leitast verði eftir að koma tækjunum á ný dýr.

Lesa meira

Sjaldséð fluga fannst á Jökuldal

Flugutegund úr sunnanverðri Evrópu kom óvænt fram á Jökuldal í byrjun mánaðarins. Tæpur áratugur er síðan slík fluga fannst síðast á Norðurlöndum. Vísbendingar eru um að stofninn sé óvenju stór í ár.

Lesa meira

„Það vilja allir vera með ærslabelg“

„Mér sýnist belgurinn nýtast mjög vel, það eru alltaf krakkar á honum nema í mikilli rigningu,“ segir Jón Ólafur Eiðsson, meðlimur í foreldrafélagi Grunnskóla Reyðarfjarðar, en félagið stóð fyrir söfnun og uppsetningu ærslabelgs á Reyðarfirði í sumar.

Lesa meira

Alvarlegt að ekki séu læknar með fasta viðveru allt árið

Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði telja alvarlega stöðu í heilbrigðisþjónustu á staðnum. Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir mönnun lækna á staðnum á sumrin ekki í takt við þörfina. Víða er erfitt að manna læknastöður á landsbyggðinni.

Lesa meira

„Þú átt að geta farið út svífandi á skýi“

„Mig hefur lengi dreymt um að stofna mitt eigið fyrirtæki, en ég hef meira og minna unnið við afgreiðslu- og þjónustustörf frá því ég var unglingur,“ segir Reyðfirðingurinn Vigdís Hallgrímsdóttir, sem lætur drauminn rætast með því að opna verslunina Gallerí 730 í Molanum á Reyðarfirði þann 1. september næstkomandi.“

Lesa meira

Skugganefju talið hafa rekið á land í Reyðarfirði

Mögulegt er að tvær skugganefjur, hvalategund sem er fremur sjaldséð hér við land, hafi rekið upp á austfirskar strendur í vikunni. Óvenju marga hvali hefur rekið á austfirskar fjörur á árinu. Ekki er vitað hvað veldur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.