Hafnarhólminn fékk mest úr Framkvæmdasjóði ferðamanna

Austfirsk verkefni fengu 217 milljónir þegar tilkynnt var um úthlutum úr Framkvæmdasjóði ferðamanna í gær. Borgarfjarðarhreppur fær hæsta styrkinn á landsvísu til uppbyggingar í Hafnarhólma. Minnst 85 milljónir eru eyrnamerktar austfirskum áfangastöðum í þriggja ára verndaráætlun.

Lesa meira

„Almennur vilji fyrir sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar“

Á laugardag verður kosið um sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps. Hákon Hansson, oddviti Breiðdalshrepps, segir að fjárhagsstaða hreppsins hafi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum batnað til mikilla muna. Samkvæmt viðmiði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skal það hlutfall ekki vera hærra en 150%.

Lesa meira

Vegir á Austurlandi í lægstu flokkum

Vegir á Austurlandi fá almennt lægstu einkunn, eina og tvær stjörnur, í úttekt EuroRAP. Nýi vegurinn til Vopnafjarðar er sá sem kemur best út en Fjarðarheiði er í lægsta flokki.

Lesa meira

Ásókn í íbúðalóðir á Reyðarfirði

Fjórum íbúðalóðum á Reyðarfirði var úthlutað á síðasta fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Varaformaður nefndarinnar segir að afsláttur á gatnagerðargjöldum hafi skapað hvata til bygginga auk þess sem eftirspurn sé eftir húsnæði fyrir ungar fjölskyldur.

Lesa meira

Mikilvægt að fara á kjörstað

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og formaður sameiningarnefndar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps telur almennan stuðning í sveitarfélögunum fyrir sameiningu. Kosið verður um hana á morgun.

Lesa meira

Sameiningin einstakt tækifæri

„Ég held að það styrki bæði samfélögin að sameinast á þessum tímapunkti, því aðstæður hér í dag eru mjög góðar miðað við oft áður,“ segir Elís Pétur Elísson athafnamaður á Breiðdalsvík. Um helgina verður kosið um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. 

Lesa meira

Kennara skortir ef ekkert verður að gert

Forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands varar við því að kennaraskortir blasi við innan fárra ára ef ekki verður gripið til gripið til aðgerða. Staða í leikskólum á svæðinu er sérstaklega varhugaverð.

Lesa meira

Mikill styrkur í menningarlegu tilliti

Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður menningar- og safnanefndar Fjarðabyggðar, telur að ef sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps verði eftir morgundaginn verði það jákvæð viðbót við þá fjölbreyttu flóru sem Fjarðabyggð hefur uppá að bjóða í menningarlegu tilliti.

Lesa meira

Harður árekstur eftir að bíll fór á öfugan vegarhelming

Mildi þykir að engin slys hafi orðið á fólki í hörðum árekstri skammt sunnan við Djúpavog seinni part laugardag. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Annar bíllinn fór á öfugan vegarhelming og virðist ökumaður hans ekki hafa verið með hugann við aksturinn.

Lesa meira

Austfirðingar telja sig öruggari en aðra

Íbúar á Austurlandi telja sig öruggari en aðra landsmenn miðað við nýja könnun Ríkislögreglustjóra. Áhyggjur af innbrotum eru hvergi lægri en kynferðisbrot virðast tíðari.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.