Er Andrés Skúlason hættur?

Óvíst er hvort Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, gefur kost á sér á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn. Andrés hefur farið fyrir sveitarstjórninni frá árinu 2002.

Lesa meira

Miðflokkurinn staðfestir lista í Fjarðabyggð

Rúnar Már Gunnarsson þjónustustjóri í Neskaupstað leiðir lista Miðflokksins í Fjarðabyggð og Lára Elísabet Eiríksdóttir framkvæmdastjóri á Eskifirði verður í öðru sæti.

Lesa meira

Bæjarfulltrúar í efstu sætunum hjá Framsókn í Fjarðabyggð

Bæjarfulltrúarnir Jón Björn Hákonarson, Pálína Margeirsdóttir og Hulda Sigrún Guðmundsdóttir skipa efstu sætin hjá Framsóknarflokkunum í Fjarðabyggð. Framboðslisti flokksins var samþykktur á félagsfundi á fimmtudag.

Lesa meira

Gefur út tónlist innblásna af verkum Stórvals

Útgáfutónleikar nýrrar hljómplötu sem byggir á málverkum Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, eða Stórvals, er meðal þess sem Austfirðingar geta notið um helgina. Af öðrum má nefna leikhús, listsýningar og nágrannaslag í bikarkeppninni í knattspyrnu.

Lesa meira

Vonast til að Öxi opnist um hádegið

Von er á að vegurinn yfir Öxi opni upp úr hádegi en honum var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta. Leysingar eru eystra enda hlýtt í veðri og nokkuð vott.

Lesa meira

Tæplega 60 kindum lógað vegna vanfóðrunar

Matvælastofnun aflífaði á föstudag tæplega 60 kindur á austfirsku sauðfjárbýli. Féð var illa á sig komið vegna vannæringar og ekki hugað líf. Stofnunin hefur ítrekað gert athugasemdir við aðbúnað á bænum.

Lesa meira

Hópslysaæfing í Norðfirði

Almannavarnanefnd Fjarða heldur hópslysaæfingu í Norðfjarðarsveit á morgun, laugardaginn 14. Apríl, þar sem æfð verða viðbrögð við rútuslysi.

Lesa meira

Nýtt framboð í Djúpavogshreppi

Nýtt framboð, Lifandi samfélag, hefur verið kynnt til sögunnar í Djúpavogshreppi. Á listanum eru fulltrúar af báðum framboðunum sem sæti eiga í sveitarstjórn.

Lesa meira

Héraðslistinn undirbýr framboð

Tillaga stjórnar Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, um að listinn biði ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor var felld á aðalfundi á laugardag. Þess í stað var skipuð uppstillingarnefnd til að raða á listann.

Lesa meira

Tæpar 14 gráður á Hallormsstað

Austfirðingar hafa notið dagsins þar sem hitatölur hafa víða farið yfir tveggja stafa markið. Mesti hiti á landinu í dag mældist á Hallormsstað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.