Hópslysaæfing í Norðfirði

Almannavarnanefnd Fjarða heldur hópslysaæfingu í Norðfjarðarsveit á morgun, laugardaginn 14. Apríl, þar sem æfð verða viðbrögð við rútuslysi.

Lesa meira

Hálfur milljarður í afgang hjá Fjarðabyggð

Tæplega 500 milljóna króna afgangur varð af rekstri sveitarfélagsins Fjarðabyggðar á síðasta ári. Það er nokkru betri afkoma en ráð var fyrir gert. Skuldir sveitarfélagsins eru enn miklar en vel hefur gengið að greiða þær niður.

Lesa meira

Sendiherra ESB heimsækir Austurland

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, hóf í gærmorgun heimsókn sína til Austurlands og mun ferðast um svæðið fram á fimmtudag.

Lesa meira

Tæpar 14 gráður á Hallormsstað

Austfirðingar hafa notið dagsins þar sem hitatölur hafa víða farið yfir tveggja stafa markið. Mesti hiti á landinu í dag mældist á Hallormsstað.

Lesa meira

„Til okkar leitar ungt fólk sem á að baki ljóta reynslu úr sínum fyrstu samböndum“

„Við sjáum að ofbeldi getur verið til staðar í samböndum unglinga án þess að forráðamenn og jafnvel ungmennin sjálf geri sér grein fyrir því,“ segir Þóra Björt Sveinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, en samtökin fyrirlestra um verkefnið Sjúk ást fyrir forráðamenn ungmenna á Reyðarfirði í dag og á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Gefur út tónlist innblásna af verkum Stórvals

Útgáfutónleikar nýrrar hljómplötu sem byggir á málverkum Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, eða Stórvals, er meðal þess sem Austfirðingar geta notið um helgina. Af öðrum má nefna leikhús, listsýningar og nágrannaslag í bikarkeppninni í knattspyrnu.

Lesa meira

Umræða um geðheilbrigðismál á vörum allra ungmenna

Húsfyllir var á sal Menntaskólans á Egilsstöðum í dag á ungmennaþingi ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs þar sem geðheilbrigðismál voru rædd. Formaður ráðsins segir geðheilbrigðismál ofarlega í hugum ungmenna.

Lesa meira

Stefán Bogi og Gunnhildur efst hjá Framsókn á Héraði

Bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir skipa tvö efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Félagsfundur samþykkti í gær tillögu uppstillingarnefndar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.