Stefán Bogi og Gunnhildur efst hjá Framsókn á Héraði

Bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi Sveinsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir skipa tvö efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Félagsfundur samþykkti í gær tillögu uppstillingarnefndar.

Lesa meira

Undirbúningur að framboði Miðflokksins í Fjarðabyggð langt kominn

Útlit er fyrir að kjósendur í Fjarðabyggð geti valið milli fjögurra framboða í sveitastjórnarkosningunum í vor þar sem Miðflokkurinn bætist í hópinn. Deild flokksins í sveitarfélaginu verður stofnuð á morgun. Flokksfélagar segjast finna áhuga á nýja framboðinu.

Lesa meira

Sendiherra ESB heimsækir Austurland

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, hóf í gærmorgun heimsókn sína til Austurlands og mun ferðast um svæðið fram á fimmtudag.

Lesa meira

Betra Sigtún leitar að frambjóðendum

Stefán Grímur Rafnsson, oddviti sveitarstjórnar á Vopnafirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram til setu í sveitarstjórn undir merkjum Betra Sigtúns. Miklar breytingar hafa orðið á framboðinu á kjörtímabilinu.

Lesa meira

Mikil ánægja með mæðravernd og fæðingardeild HSA

„Það skiptir Heilbrigðisstofnun Austurlands miklu máli að fá svo góðar niðurstöður,“ segir Adda Birna Hjálmarsdóttir, gæðastjóri HSA, um könnun sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar stóð nýlega fyrir meðal kvenna sem sóttu mæðravernd innan HSA og viðhorfi þeirra til fæðingadeildar umdæmissjúkrahúss Austurlands, HSA í Neskaupstað.

Lesa meira

Menntastefna Cittaslow samin á Djúpavogi

Fulltrúar frá Ítalíu, Íslandi og Belgíu komu nýverið saman á Djúpavogi til að semja menntastefnu hinna alþjóðlegu Cittaslow-samtaka sem Djúpavogshreppur er aðili að. Skólastjórinn segir að síðar meir muni menn líta á helgina á Djúpavogi sem stórviðburð.

Lesa meira

„Til okkar leitar ungt fólk sem á að baki ljóta reynslu úr sínum fyrstu samböndum“

„Við sjáum að ofbeldi getur verið til staðar í samböndum unglinga án þess að forráðamenn og jafnvel ungmennin sjálf geri sér grein fyrir því,“ segir Þóra Björt Sveinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, en samtökin fyrirlestra um verkefnið Sjúk ást fyrir forráðamenn ungmenna á Reyðarfirði í dag og á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Jens Garðar áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Jens Garðar Helgason verður áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, líkt og hann hefur verið frá 2010. Talsverð endurnýjun er á framboðslista flokksins en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðs í gærkvöldi.

Lesa meira

Leggja til að Héraðslistinn bjóði ekki fram

Stjórn Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, hefur ákveðið að leggja til að listinn bjóði ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ástæðan er að enginn finnst til að leiða listann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.