Skóladagvist fjórða lægst í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð stendur nokkuð vel að vígi miðað við önnur sveitarfélög þegar gjaldskrár varðandi skóladagvistun, hressingu og hádegismat í grunnskólum eru skoðaðar, en verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám milli áranna 2017 og 2018.

Lesa meira

„Ég hélt hann kæmi ekki til baka aftur“

„Hann var bara búinn að sitja inni hjá okkur í tvær til þrjár mínútur þegar hann datt út,“ segir Reyðfirðingurinn Þórir Stefánsson, sem var annar þeirra sem tilnefndur var skyndihjálparmaður árins 2017 eftir að hann kom bróður sínum til bjargar eftir hjartaáfall.

Lesa meira

„Við munum berjast fram á síðasta dag“

„Ég slæ varnagla við fiskeldi í opnum sjókvíum. Það er enn of margt óljóst, meðal annars hefur ekki verið sýnt með rökstuddum hætti fram á að þau stórtæku áform sem uppi eru skaði ekki lífríki fjarða,“ segir Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi á Karlsstöðum í Berufirði, en hafin er undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðs laxeldis á suðurfjörðum Austfjarða.

Lesa meira

Fálkinn er floginn heim

„Við höfðum bara tvo daga til að bregðast við,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en Djúpavogshreppur festi nýverið kaup á útskorum fálka eftir myndhöggvarann Ríkarð Jónsson, sem seldur var á uppboði hjá Chiswick-uppboðshúsinu í London í byrjun febrúar.

Lesa meira

„Sjómaður á sumrin og bakpokaferðalangur á veturna“

„Ég hef ekki farið í neitt útkall ennþá, sem betur fer, og vonandi verður það bara þannig áfram,“ segir Steinunn Káradóttir, sem gekk nýverið til liðs við slökkviliðið á Borgarfirði eystri og er hún þar með fyrsta konan sem starfar sem slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Austurlands.

Lesa meira

Ákærður fyrir að falsa númer á eftirvagni

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært ríflega þrítugan karlmann fyrir skjalafals með að setja nýja númeraplötu á eftirvagn. Nokkrar skrautlegar ákærur vegna umferðarlagabrota hafa verið gefnar út af lögreglustjóranum að undanförnu.

Lesa meira

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði: Hæstu styrkirnir á Seyðisfjörð

Listahátíðin LungA og menningarmiðstöðin Skaftfell fengu hæstu styrkina þegar úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands á mánudag. Alls var úthlutað rúmum 60 milljónum til yfir 80 verkefna sem efla atvinnuþróun og menningu í landshlutanum.

Lesa meira

Engin slys á fólki í óhappi á Fagradal

Engin slys urðu á fólki en jeppabifreið skemmdist töluvert í árekstri á Fagradal í gærkvöldi. Ekki voru fleiri beiðnir um aðstoð þótt veðrið væri vont í gærkvöldi og frameftir nóttu.

Lesa meira

Fáskrúðsfirðingar vilja fá að kjósa um fiskeldi

Nýrri stjórn íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar hefur verið falið að reyna að koma á kosningu meðal íbúa til að fá fram hug þeirra til fiskeldis í firðinum. Íbúar hafa miklar áhyggjur af mengun í firðinum frá eldinu en talsmenn eldisfyrirtækjanna segja rannsóknir sýna að hana þurfi ekki að óttast.

Lesa meira

Mikil ánægja meðal fjarnema við ME

97% fjarnema við Menntaskólann á Egilsstöðum lýsa yfir ánægju sinni með námið í kennslukönnun skólans fyrir nýliðna haustönn. Spannafyrirkomulagið er það sem nemendurnir lýsa mestri ánægju með.

Lesa meira

„Við fundum tækifæri sem við munum vinna áfram með“

„Starfsfólk, jafnt karlar sem konur, hafa almennt lýst ánægju sinni með þetta frumkvæði og þátttakan í fundunum sem haldnir voru var góð,“ segir segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, en upp á síðkastið hefur verið fundaröð hjá fyrirtækinu undir merkjum #metoo byltingarinnar.

Lesa meira

Vonast eftir að fá verslun fyrir vorið

Íbúar og velunnarar á Borgarfirði eystra telja algjört forgangsatriði að koma dagvöruverslun í þorpinu sem fyrst á laggirnar á ný. Húsnæðis- og samgöngumál eru þeim einnig ofarlega í huga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.