Betra Sigtún leitar að frambjóðendum

Stefán Grímur Rafnsson, oddviti sveitarstjórnar á Vopnafirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram til setu í sveitarstjórn undir merkjum Betra Sigtúns. Miklar breytingar hafa orðið á framboðinu á kjörtímabilinu.

Lesa meira

Mikil ánægja með mæðravernd og fæðingardeild HSA

„Það skiptir Heilbrigðisstofnun Austurlands miklu máli að fá svo góðar niðurstöður,“ segir Adda Birna Hjálmarsdóttir, gæðastjóri HSA, um könnun sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar stóð nýlega fyrir meðal kvenna sem sóttu mæðravernd innan HSA og viðhorfi þeirra til fæðingadeildar umdæmissjúkrahúss Austurlands, HSA í Neskaupstað.

Lesa meira

Menntastefna Cittaslow samin á Djúpavogi

Fulltrúar frá Ítalíu, Íslandi og Belgíu komu nýverið saman á Djúpavogi til að semja menntastefnu hinna alþjóðlegu Cittaslow-samtaka sem Djúpavogshreppur er aðili að. Skólastjórinn segir að síðar meir muni menn líta á helgina á Djúpavogi sem stórviðburð.

Lesa meira

Rúmar 64 milljónir austur í húsafriðunarverkefni

Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu. Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.

Lesa meira

Jens Garðar áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Jens Garðar Helgason verður áfram oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, líkt og hann hefur verið frá 2010. Talsverð endurnýjun er á framboðslista flokksins en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðs í gærkvöldi.

Lesa meira

Leggja til að Héraðslistinn bjóði ekki fram

Stjórn Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, hefur ákveðið að leggja til að listinn bjóði ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ástæðan er að enginn finnst til að leiða listann.

Lesa meira

Landsbyggðalatté í boði á N4

Nýr umræðuþáttur, Landsbyggðalatté, hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4 á morgun. Þátturinn verður helgaður byggðamálum.

Lesa meira

Undirbúningur að framboði Miðflokksins í Fjarðabyggð langt kominn

Útlit er fyrir að kjósendur í Fjarðabyggð geti valið milli fjögurra framboða í sveitastjórnarkosningunum í vor þar sem Miðflokkurinn bætist í hópinn. Deild flokksins í sveitarfélaginu verður stofnuð á morgun. Flokksfélagar segjast finna áhuga á nýja framboðinu.

Lesa meira

Hringvegurinn opinn rafbílum

Hringvegurinn á nú að vera orðinn fær rafbílaeigendum eftir að ný hleðslustöð Orku náttúrunnar var tekin í notkun í Mývatnssveit í síðustu viku. Þrjár nýjar stöðvar á Austurlandi gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hringsins.

Lesa meira

Fjórða iðnbyltingin: Viðfangsefnin pólitísk frekar en tæknileg

Mikil þörf er á að efla menntun samhliða örum tæknibreytingum á næstu árum. Svara þarf mörgum siðferðislegum álitamálum sem fylgja nýrri tækni. Prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík segir að þörf sé á kjarkmiklum pólitískum ákvörðunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.