„Þetta er voðalega leiðinlegt“

„Nei, það veit enginn hvað gerðist, við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Friðrik Árnason, eigandi eikarbátsins Sögu SU 606, sem sökk í höfninni á Breiðdalsvík aðfaranótt sunnudags.

Lesa meira

Samningur undirritaður um móttöku flóttafólks

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, undirrituðu í gær samning um móttöku fjögurra flóttafjölskyldna frá Írak. Samningurinn felur í sér verkskiptingu milli ríkis og sveitarfélags.

Lesa meira

Rúllandi snjóbolti og LungA skólinn tilnefnd til Eyrarrósarinnar

LungA skólinn á Seyðisfirði og Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi eru meðal þeirra verkefna sem tilnefnd eru til Eyrarrósarinnar, viðurkenningar fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verðlaunin verða afhent í Neskaupstað eftir tæpan mánuð.

Lesa meira

Tveir af þremur fulltrúum Fjarðalistans hætta

Tveir af þremur bæjarfulltrúum Fjarðalistans hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Uppstillinganefnd mun raða upp á listann fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Lesa meira

Efla skipaflotann fyrir siglingar til Reyðarfjarðar

Hollenska skipafélagið Cargow, sem reglulega siglir til Reyðarfjarðar samkvæmt samningum við Alcoa, hefur tekið ákveðið að endurnýja skipakost sinn með fjórum nýjum flutningaskipum. 

Lesa meira

Skora á Alcoa að aflétta verkbanni

AFL Starfsgreinafélag hefur sent forstjóra Alcoa á heimsvísu áskorun um að falla frá verkbanni og ganga til samninga við verkalýðsfélag í verksmiðju þess í Kanada.

Lesa meira

Íbúaþing á Borgarfirði um helgina

Verkefninu Brothættar byggðir verður hleypt af stokkunum á Borgarfirði eystra um helgina með íbúaþingi. Þingið er ætlað að vera veganestið fyrir verkefnið sem stendur í allt að fjögur ár.

Lesa meira

Keyrði á hæðarslá við Fáskrúðsfjarðargöng

Tíu umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi undanfarnar tvær vikur og hefur hálkan reynst ökumönnum erfið. Einn var kærður fyrir að aka með of háan farm um Fáskrúðsfjarðargöng.

Lesa meira

„Friðrik bauð best“

„Þetta er skemmtilegur íslenskur siður, við fáum aldrei tertu þegar við löndum í Noregi,” sögðu skipstjórnendurnir á fjölveiðiskipinu Østerbris, þegar þeir lönduðu fyrsta kolmunnaafla landsins í ár á Fáskrúðsfirði í gær.

Lesa meira

Smalar fluttir til Loðmundarfjarðar með varðskipi

Fjórir smalar og þrír smalahundar voru á laugardag fluttir með varðskipinu Tý frá Seyðisfirði til Loðmundarfirði. Talsvert hefur verið af fé í firðinum í vetur sem ekki tókst að smala í haust. Sumar kindanna hafa jafnvel hafst þar við lengur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.