„Skýr fyrirmæli virka vel á makann líka“

„Foreldrar þurfa ávallt að setja reglurnar en við leggjum áherslu á að gera það með jákvæðum og uppbyggilegum hætti,“ segja þær Hlín Stefánsdóttir og Dagbjört Kristinsdóttir, kennarar á foreldrafærnisnámskeiði sem hefst á Egilsstöðum á morgun.

Lesa meira

„Að reita arfa og forgangsraða í lífinu“

„Mig langar til þess að fá fólk til að hugsa hvernig það vill hafa sína forgangsröðun í daglegu lífi,“ segir Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, sem verður með opinn fyrirlestur í Nesskóla á Norðfirði í kvöld.

Lesa meira

Er skattaumhverfi á Íslandi alger frumskógur?

„Ýmsar breytingar hafa orðið á skattalögunum á síðastliðnu ári, þar með talið í tengslum við ferðaþjónustu,“ segir Magnús Jónsson, hluthafi hjá KPMG á austurlandi, sem stendur fyrir árlegum skattafróðleik á Egilsstöðum á morgun.

Lesa meira

Talsverðar breytingar fram undan á sveitarstjórnum

Undirbúningur framboðsmála fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Austurlandi eru skammt á veg komnar en kosið verður laugardaginn 26. maí. Útlit er fyrir talsverða endurnýjun, fimmtungur fulltrúa segist ákveðinn í að hætta.

Lesa meira

Játaði fjárdrátt frá starfsmannafélagi

Fyrrverandi formaður starfsmannafélags VHE á Reyðarfirði hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé úr sjóðum félagsins. Sú upphæð sem var til skoðunar lækkaði við meðferð málsins.

Lesa meira

Engar Íslandstökur í lokaseríu Fortitude

Engar Íslandstökur verða í þriðju og síðustu þáttaröðinni af bresku spennuþáttunum Fortitude sem teknir verða upp á næstunni. Útitökur fyrir fyrstu þáttaraðirnar tvær ásamt fleiri atriðum voru teknar upp á Austfjörðum.

Lesa meira

„Austurland er vagga uppsjávarvinnslu á Íslandi“

„Það má ekki gleyma því að Austurland er vagga uppsjávarvinnslu á Íslandi og hér eru mörg önnur fyrirtæki í uppsjávarvinnslu,“ segir Páll Snorrason framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju um nýlegt hátækni frystihús á Eskifirði. Að austan á N4 leit við í Eskju fyrir jól.

Lesa meira

Slæm fjallskil áhyggjuefni

Dýraeftirlitsmaður segir það áhyggjuefni að grípa þurfi til aðgerða til að ná fjölda fjár af fjöllum í janúar. Matvælastofnun fylgist með gangi mála en hefur takmarkaðar heimildir til að grípa inn í.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.