Orkumálinn 2024

Telur svæðið eiga margvísleg spennandi tækifæri

„Ég hlakka til að takast á við starfið. Mér líður vel á Austurlandi og tel svæðið eiga margvísleg tækifæri sem spennandi verður að vinna að, segir Gunnar Gunnarsson, sem ráðinn hefur verið nýr framkvæmdarstjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.

Lesa meira

Dæmdur fyrir ógna manni með veiðihnífi

Rétt liðlega tvítugur karlmaður var nýverið dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir brot á vopnalögum og almennum hegningarlögum fyrir að ógna öðrum með beittum veiðihnífi.

Lesa meira

Málstofur og hraðstefnumót í Menntabúðum

„Tilgangurinn er að við lærum af hvort öðru sem jafningjar, verðum öruggari hvað varðar tæknina og eflum þannig tæknikennslu á Austurlandi,“ segir Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir, verkefnastjóri yfir Austmennt, menntabúðum fyrir kennara og stjórnendur á Austurlandi.

Lesa meira

Ætla að kanna hug íbúa til sameiningar

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps og Fljótsdalshreppur eru að ná samkomulagi um gera könnun fyrir kosningar í vor um hug íbúa sveitarfélaganna til sameiningar.

Lesa meira

Mesta starfsánægjan í Verkmenntaskóla Austurlands

Mesta starfsánægjan í ríkisstofnunum á Austurlandi er í Verkmenntaskóla ef marka má árlega könnun SFR á stofnun ársins. Menntaskólinn á Egilsstöðum er meðal þeirra stofnana þar sem starfsánægja hefur aukist mest.

Lesa meira

Litlu munaði að kviknaði í gufubaðinu

Gufubaðsklefi Íþróttahússins á Seyðisfirði er ónothæfur eftir að of í honum ofhitnaði í gær. Litlu máttu muna að eldur kæmi upp í klefanum og breiddist út.

Lesa meira

Þörf á meira fjármagni til vetrarþjónustu

Ráðherra samgöngumála segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni til vetrarþjónustu á vegum í ljósi örra breytinga á atvinnusókn og umferð ferðamanna. Kostnaður Vegagerðarinnar við vetrarþjónustu nemur 35 milljónum á dag það sem af er ári.

Lesa meira

Yfir 20 umsækjendur um starf framkvæmdastjóra HEF

Meira en 20 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem rann út í lok janúar. Á heimasíðu Capacent, sem heldur utan um ráðningarferlið, kemur fram að viðtöl standi yfir við umsækjendur.

Lesa meira

"Erlendu starfsmennirnir hafa ítrekað lent í dónalegum viðskiptavinum"

„Ég fann mig knúna til þess að skrifa þessi skipaboð vegna þess að erlendu starfsmennirnir okkar hafa ítrekað verið að lenda í dónalegum viðskiptavinum,“ segir Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri í Olís á Reyðarfirði, um miða sem hangir við afgreiðslukassa í versluninni.

Lesa meira

Flóttafólkið þreytt eftir langt ferðalag

Þrjár fjölskyldur á flótta frá Írak komu loks til nýrra heimkynna sinna í Fjarðabyggð í gærkvöldi. Stjórnarmaður í deild Rauða krossins í Neskaupstað segir að vel hafi gengið að undirbúa komu fólksins sem safnar nú kröftum á ný eftir langt ferðalag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.