„Mátt bara ekki ræna fyrirtækið þitt“

Vélaverkstæðið G. Skúlason er annað tveggja fyrirtækja á Austurlandi sem hefur verið á lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki þau átta ár sem hann hefur verið birtur.

Lesa meira

Snjóflóðin sjást þegar birtir til fjalla

Dregið hefur úr snjóflóðahættu á Austfjörðum. Vitað er um nokkur flóð sem fallið hafa undanfarinn sólarhring. Mikið hefur bætt á snjóinn í dag og í gær.

Lesa meira

Hreindýrakvótinn aldrei verið meiri

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að auka hreindýraveiðikvóta ársins um 135 dýr, eða rúm 10% frá síðasta ári. Eftir því sem næst verður komist er þetta stærsti veiðikvóti sem leyfður verið verið.

Lesa meira

20 tíma rafmagnsleysi í Fellum

Sex bæir í Fellum á Fljótsdalshéraði eru enn án rafmagns eftir raflína í sveitinni skemmdist í miklu ísingarveðri í gær og fyrradag. Viðgerðarflokkur var að til klukkan tvö í nótt en samt tókst ekki að koma rafmagni á bæina.

Lesa meira

Norræna bíður eftir farþegum og fragt

Ferjan Norræna bíður á Seyðisfirði eftir að hægt verði að aka yfir Fjarðarheiði. Heiðin hefur verið lokuð í á annan sólarhring og hefur hvorki verið hægt að koma farmi til eða frá Seyðisfirði.

Lesa meira

Þurfa að minnka landvörslu í þjóðgarðinum

Útlit er fyrir að minnka þurfi landvörslu á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og stytta opnunartíma Snæfellsstofu í ár. Fjárframlög til þjóðgarðsins hafa ekki aukist á sama tíma og umferð um garðinn vex og landssvæðið sem fylgjast þarf með stækkar.

Lesa meira

Þrjú snjóflóð lokuðu Fagradal

Þrjú snjóflóð úr Grænafelli lokuðu veginum í Fagradal í morgun. Verið er að opna Mývatns- og Möðrudalsöræfi og jeppafært er orðið á Fjarðarheiði.

Lesa meira

„Við þurfum að standa uppúr“

„Það var smá vesen að fá að hafa teppið, en það gilda ákveðnar reglur um útlit á slíkri sýningu. Við tókum samt áhættuna og mættum með það og smelltum því á gólfið í lok dags með leyfi frá stjórnendum sýningarinnar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um dregilinn sem lítur út eins og Norðurgata á Seyðisfirði og var lagður í bás Áfangastaðsins Austurlands á ferðasýningunni Mannamót í síðustu viku.

Lesa meira

Fjórar fjölskyldur á flótta á leið til Fjarðabyggðar

Fjórar flóttamannafjölskyldur eru væntanlegar til Fjarðabyggðar um miðjan næsta mánuð. Félagsmálastjóri segir samfélagið vel í stakk búið að taka á móti fólkinu og spennt fyrir að kynnast því.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.