„Notó vonandi kominn til að vera“

Nytjamarkaðurinn Notó á Djúpavogi er starfræktur til styrktar barna- og unglingastarfi Djúpavogshrepps. Markaðurinn er nýr af nálinni en hefur farið mjög vel af stað.

Lesa meira

Hefði viljað greiða meira til samfélagsins

Sigfús Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði er sá útvegsmaður sem borgar lægst veiðigjöld á landinu fiskveiðiárið 2016-2017. Síldarvinnslan í næsta firði greiðir mest austfirskra útgerða og þriðju hæstu gjöldin á landsvísu.

Lesa meira

Vatnið í Neskaupstað í lagi

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupsstað. Talið er að yfirborðsvatn hafi borist í vatnsból í Fannardal í miklum rigningum á föstudag.

Lesa meira

Mikilvægt að stíga út fyrir landamörkin

„Þetta er ótrúlega spennandi, ég vissi alveg að þetta væri það, en ekki svona,“ segir Berglind Häsler, ferðaþjónustubóndi í Havarí á Karlsstöðum í Berufirði. Havarí er eitt tíu fyrirtækja sem tekur þátt í Startup Tourism í ár.

Lesa meira

Varð að hætta í vinnunni vegna dagvistunarleysis

„Við komum Esjari syni okkar hvergi að. Ég fór í 40% vinnu sem ég gat svo ekki sinnt vegna barnsins, þannig að maðurinn minn réði sig í þrjár vinnur til þess að vega upp mitt tekjutap. Þar af leiðandi er hann allt að 12 tíma fjarri heimilinu á dag og hittir son sinn rétt áður en hann fer að sofa á kvöldin,“ segir Linda Sæberg, íbúi á Egilsstöðum um úrræðaleysi í dagvistunarmálum í bænum.

Lesa meira

Tæplega 200 kindum smalað eftir áramót

Hátt í tvö hundruð kindum hefur verið smalað saman í Fljótsdalshreppi það sem af er þessu ári. Fjallskilastjóri segir að breyta verði skipulagi á fjallskilum þegar fjáreigendur sinna ekki ákalli um að koma fé sínu heim.

Lesa meira

Heppinn að fara ekki lengra en á minnisvarðann

Einn meiddist lítillega þegar bifreið með fjóra innanborðs skautaði út úr beygjunni við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær. Bifreiðin endaði á minnisvarðanum sem þar stendur og geta farþegarnir prísað sig sæla með að hafa hafnað þar.

Lesa meira

Tveir hættulegustu vegkaflar landsins á Austurlandi

Suðurfjarðarvegur milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur og vegurinn frá Fellabæ að gatnamótunum við Úlfsstaði á Völlum eru þeir kaflar í íslenska vegakerfinu þar sem flest alvarleg slys verða miðað við umferðarþunga. Sérfræðingur í umferðaröryggi segir ástand austfirska vegakerfisins slæmt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.