„Allt of margir sem telja að þetta komi sér ekki við“

„Þú þarft aðeins að hafa verið félagi í viku til þess að bjóða þig fram í stjórn og hafa kosningarétt á aðalfundi,“ segir Margrét Árnadóttir, formaður félagasamtakanna Ungt Austurland, en félagið leitar nú eftir einstaklingum til að starfa með félaginu.

Lesa meira

Glöð og ánægð yfir að vera komin til nýrra heimkynna

Sjö manna fjölskylda á flótta kom til Reyðarfjarðar á miðvikudaginn var. Þar með eru komnir þeir 19 flóttamenn sem væntanlegir voru til sveitarfélagsins í byrjun árs. Framundan er að kynnast nýjum heimkynnum.

Lesa meira

Tíðarfar sem er ekki vinur snjómokstursreikningsins

Snjómokstursmenn á Austurlandi hafa haft í nógu að snúast undanfarna viku. Víðast hvar hefur snjóað duglega og segja má að snjókoman sé stöðug. Snjórinn er laus í sér en safnast þegar saman kemur.

Lesa meira

Telur svæðið eiga margvísleg spennandi tækifæri

„Ég hlakka til að takast á við starfið. Mér líður vel á Austurlandi og tel svæðið eiga margvísleg tækifæri sem spennandi verður að vinna að, segir Gunnar Gunnarsson, sem ráðinn hefur verið nýr framkvæmdarstjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands.

Lesa meira

Telja sjálfboðaliða aðeins mega fegra fólkvanga og fjörur

AFL Starfsgreinafélag hefur farið þess á leit við sveitarfélög á Austurlandi að þau takmarki notkun sína á sjálfboðaliðum við verk á þeirra vegum. Sjálfboðaliðarnir geti aðeins unnið afar afmörkuð störf sem annars væru ekki unnin af launafólki.

Lesa meira

Biðla til ráðherra um aðstoð við Mjóafjörð

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefur óskað eftir því við ráðherra sveitarstjórnarmála að hann beiti sér fyrir aðgerðum sem miði að því að tryggja framtíð útgerðar í Mjóafirði. Byggðakvóti sem úthlutað hefur verið þangað er fallinn úr gildi og fæst ekki endurnýjaður.

Lesa meira

Ætla að kanna hug íbúa til sameiningar

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps, Vopnafjarðarhrepps og Fljótsdalshreppur eru að ná samkomulagi um gera könnun fyrir kosningar í vor um hug íbúa sveitarfélaganna til sameiningar.

Lesa meira

Undirbúa gervihnattamælingar til að fylgjast með Strandartindi

Veðurstofa Íslands undirbýr nú gervihnattamælingar til að fylgjast með sífrera í Strandartindi sem er ofan við sunnanverðan Seyðisfjarðarkaupstað. Hætta er á að hlýnandi loftslag geti valdið skriðuföllum úr tindinum. Mikil skriða féll úr honum síðasta sumar.

Lesa meira

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer hægt af stað

Innan við 20 manns hafa kosið enn sem komið er utan kjörfundar í atkvæðagreiðslu um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar sem fram ver síðar í mánuðinum. Tveir hreppsstjórar voru skipaðir tímabundið til að taka á móti atkvæðum.

Lesa meira

Fagna lokun skrifstofunnar í Reykjavík

Svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs fagnar því að ákveðið hafi verið að loka skrifstofu garðsins í miðborg Reykjavíkur í hagræðingarskyni. Barist er um framtíðaraðsetur aðalskrifstofu þjóðgarðsins.

Lesa meira

Þörf á meira fjármagni til vetrarþjónustu

Ráðherra samgöngumála segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni til vetrarþjónustu á vegum í ljósi örra breytinga á atvinnusókn og umferð ferðamanna. Kostnaður Vegagerðarinnar við vetrarþjónustu nemur 35 milljónum á dag það sem af er ári.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.