"Erlendu starfsmennirnir hafa ítrekað lent í dónalegum viðskiptavinum"

„Ég fann mig knúna til þess að skrifa þessi skipaboð vegna þess að erlendu starfsmennirnir okkar hafa ítrekað verið að lenda í dónalegum viðskiptavinum,“ segir Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri í Olís á Reyðarfirði, um miða sem hangir við afgreiðslukassa í versluninni.

Lesa meira

Flóttafólkið þreytt eftir langt ferðalag

Þrjár fjölskyldur á flótta frá Írak komu loks til nýrra heimkynna sinna í Fjarðabyggð í gærkvöldi. Stjórnarmaður í deild Rauða krossins í Neskaupstað segir að vel hafi gengið að undirbúa komu fólksins sem safnar nú kröftum á ný eftir langt ferðalag.

Lesa meira

Ók öfugu megin við blindhæðarskilti

Lögreglan á Austurlandi hafði um helgina afskipti af erlendum ökumanni sem var ekki með íslenskar umferðarreglur á hreinu. Sá hafði misskilið þýðingu örvanna á skiltunum sem marka akreinar á blindhæðum.

Lesa meira

„Hvernig væri að breyta umræðunni?“

„Ástæða þess að þetta málefni varð fyrir valinu er sú að okkur sem að þessu stöndum finnst umræðan er mikið til neikvæð í samfélaginu um allt mögulegt,“ segir Salóme Rut Harðardóttir, forvarnarfulltrúi í Verkmenntaskólanum í Neskaupstað, en skólinn í samvinnu við fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, foreldrafélögum Verkmenntaskóla Austurlands og Nesskóla standa fyrir árlegu forvarnarmálþingi í Neskaupstað á laugardaginn.

Lesa meira

Varað við hættu á skriðuföllum á Austfjörðum

Veðurstofa Íslands varar við hættu á skriðuföllum í rigningum næsta sólarhringinn. Þetta er annað vatnsveðrið sem gengur yfir fjórðunginn í vikunni. Minni háttar skemmdir urðu á vegum á miðvikudag.

Lesa meira

Litlu munaði að kviknaði í gufubaðinu

Gufubaðsklefi Íþróttahússins á Seyðisfirði er ónothæfur eftir að of í honum ofhitnaði í gær. Litlu máttu muna að eldur kæmi upp í klefanum og breiddist út.

Lesa meira

Mikið gekk á þegar áin ruddi sig

Mikil átök hafa verið þegar áin Hrafnkela ruddi sig um miðjan dag á laugardag. Vegurinn inn að Aðalbóli er stórskemmdur og neðan við Vaðbrekku hefur áin hlaðið upp nokkurra metra háum klakabúntum.

Lesa meira

Ekki ástæða til að óttast orma í sandkössum

Skipt var um sand í sandkassa við leikskólann Skógarland á Egilsstöðum í gær eftir að kattaspóluormur fannst í sandinum. Sérfræðingur segir takmarkaða hættu hafa verið á ferðinni en rétt hafi verið gefa ekki afslátt af öryggi barnanna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.