Dæmdur fyrir ógna manni með veiðihnífi

Rétt liðlega tvítugur karlmaður var nýverið dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir brot á vopnalögum og almennum hegningarlögum fyrir að ógna öðrum með beittum veiðihnífi.

Lesa meira

Málstofur og hraðstefnumót í Menntabúðum

„Tilgangurinn er að við lærum af hvort öðru sem jafningjar, verðum öruggari hvað varðar tæknina og eflum þannig tæknikennslu á Austurlandi,“ segir Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir, verkefnastjóri yfir Austmennt, menntabúðum fyrir kennara og stjórnendur á Austurlandi.

Lesa meira

„Hvernig væri að breyta umræðunni?“

„Ástæða þess að þetta málefni varð fyrir valinu er sú að okkur sem að þessu stöndum finnst umræðan er mikið til neikvæð í samfélaginu um allt mögulegt,“ segir Salóme Rut Harðardóttir, forvarnarfulltrúi í Verkmenntaskólanum í Neskaupstað, en skólinn í samvinnu við fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, foreldrafélögum Verkmenntaskóla Austurlands og Nesskóla standa fyrir árlegu forvarnarmálþingi í Neskaupstað á laugardaginn.

Lesa meira

Mesta starfsánægjan í Verkmenntaskóla Austurlands

Mesta starfsánægjan í ríkisstofnunum á Austurlandi er í Verkmenntaskóla ef marka má árlega könnun SFR á stofnun ársins. Menntaskólinn á Egilsstöðum er meðal þeirra stofnana þar sem starfsánægja hefur aukist mest.

Lesa meira

Litlu munaði að kviknaði í gufubaðinu

Gufubaðsklefi Íþróttahússins á Seyðisfirði er ónothæfur eftir að of í honum ofhitnaði í gær. Litlu máttu muna að eldur kæmi upp í klefanum og breiddist út.

Lesa meira

Yfir 20 umsækjendur um starf framkvæmdastjóra HEF

Meira en 20 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem rann út í lok janúar. Á heimasíðu Capacent, sem heldur utan um ráðningarferlið, kemur fram að viðtöl standi yfir við umsækjendur.

Lesa meira

"Erlendu starfsmennirnir hafa ítrekað lent í dónalegum viðskiptavinum"

„Ég fann mig knúna til þess að skrifa þessi skipaboð vegna þess að erlendu starfsmennirnir okkar hafa ítrekað verið að lenda í dónalegum viðskiptavinum,“ segir Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri í Olís á Reyðarfirði, um miða sem hangir við afgreiðslukassa í versluninni.

Lesa meira

Flóttafólkið þreytt eftir langt ferðalag

Þrjár fjölskyldur á flótta frá Írak komu loks til nýrra heimkynna sinna í Fjarðabyggð í gærkvöldi. Stjórnarmaður í deild Rauða krossins í Neskaupstað segir að vel hafi gengið að undirbúa komu fólksins sem safnar nú kröftum á ný eftir langt ferðalag.

Lesa meira

Ók öfugu megin við blindhæðarskilti

Lögreglan á Austurlandi hafði um helgina afskipti af erlendum ökumanni sem var ekki með íslenskar umferðarreglur á hreinu. Sá hafði misskilið þýðingu örvanna á skiltunum sem marka akreinar á blindhæðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.