Nærmyndirnar breyta leikritinu í kvikmynd

Leikritið Með gull í tönn, sem sett var upp hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í kvöld, verður sýnt í kvikmyndaútgáfu í kvöld. Leikstjórinn segir það búa til aukna dramatík að fara með tökuvélina upp að leikurunum.

Lesa meira

Þrír meiddust í rútuslysi í Víðidal

Þrír farþegar slösuðust lítillega þegar rúta með 25 erlendum ferðamönnum ók aftan á snjóruðningstæki í Víðidal á Fjöllum í dag. Björgunarsveitir aðstoðuð fólkið til byggða sem og fleiri ferðamenn sem voru í vandræðum á Fjöllum.

Lesa meira

Rúta með ferðamönnum lenti aftan á snjóplóg

Björgunarsveitir eru á leiðinni í Víðidal á Fjöllum þar sem rúta með erlendum ferðamönnum ók aftan á snjómoksturstæki á þriðja tímanum í dag. Enginn mun vera alvarlega slasaður eftir slysið.

Lesa meira

Fóðurblandan lokar á Egilsstöðum

Fóðurblandan lokar verslun sinni á Egilsstöðum um næstu mánaðarmót. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé lengur grundvöllur fyrir rekstrinum.

Lesa meira

Fagridalur opinn

Vegagerðin opnaði veginn yfir Fagradal klukkan rúmlega ellefu en honum var lokað í morgun vegna ófærðar og vonskuveðurs. Víða er illfært á Austurlandi.

Lesa meira

Segir metafla útskýra mismun í ísprósentu

Framkvæmdastjóri Búlandstinds á Djúpavogi segir einstaklega góða veiðiferð útskýra mikinn mun í ísprósentu á afla fyrirtækisins milli þess hvort eftirlitsmenn frá Fiskistofu voru viðstaddir löndun eða ekki.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að skalla og hóta fyrrverandi kærustu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á hana og hóta bæði henni og fleirum sem stóðu henni nærri alvarlegum líkamsmeiðingum.

Lesa meira

Lokað fram á laugardag?

Vísbendingar eru um að ekki verið hægt að opna fjallvegi á Austurlandi á ný fyrr en á laugardagsmorgun. Leiðir eru nú óðum að lokast vegna óveðurs.

Lesa meira

Blágrænt ljós sást skjótast yfir Breiðdalsvík

Íbúar á Breiðdalsvík sá í gærdag blágrænt ljós á mikilli ferð yfir bænum. Stjörnufræðingur telur mestar líkur á að um hafi verið að ræða loftstein sem kom inn í gufuhvolf jarðar.

Lesa meira

Fljótsdalshérað biðst afsökunar á aflífun kattar

Ekki var farið eftir lögum og reglum þegar dýraeftirlitsmaður sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs aflífaði kött sem hann fjarlægði af heimili á Egilsstöðum í byrjun síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.