Orkumálinn 2024

Kosið um sameiningu í mars

Kosið verður um sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps laugardaginn 24. mars. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna skilaði af sér tillögu sinni í dag.

Lesa meira

Ástæða til bjartsýni á Seyðisfirði á næstu árum

Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segir ástæðu til bjartsýni í sveitarfélaginu á næstu árum þar sem tiltekt í fjármálum sveitarfélagsins sé að skila árangri. Eins sé tekið eftir bænum á heimsvísu og það sé að þakka mikilli vinnu.

Lesa meira

Hver er Austfirðingur ársins 2017?

Austurfrétt hefur staðið fyrir kosningu um Austfirðing ársins frá því að vefurinn hóf göngu sína árið 2012. Nú gefst lesendum tækifæri til að tilnefna þá sem þeir telja eiga heima í kjörinu.

Lesa meira

„Hef aldrei átt eins notalega og góða sængurlegu áður“

Fyrsta barnið sem fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað í ár var myndarlegur drengur sem kom í heiminn þann 3. janúar. Foreldrar hans eru þau Erla Björk Jónsdóttir og Haukur Dór Kjartansson, búsett á Reyðarfirði.

Lesa meira

Hoffellið siglir sjálft til Eskifjarðar

Hoffell, flutningaskip Samskipa sem varð vélarvana skammt utan Reyðarfjarðar fyrr í kvöld, kom til hafnar á Eskifirði skömmu fyrir klukkan hálf tólf í kvöld. Þangað sigldi skipið fyrir eigin vélarafli og gekk siglingin að óskum.

Lesa meira

Var Skriðdalsvegurinn hrossakaup á lokasprettinum?

Þingmaður Miðflokksins segir furðulegt hvernig hálfum milljarði hafi verið bætt við til framkvæmda á veginum í botni Skriðdals milli umræðna um fjárlög ársins 2018 þegar brýnni verkefni á Austurlandi bíði afgreiðslu.

Lesa meira

Útgáfa byggingarleyfis valt á skýringum matskenndra lagaákvæða

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur verið sýknað af öllum kröfum eigenda hluta hluta húseignar á Fáskrúðsfirði um að greiða þeim lögmannskostnað sem þeir lögðu út í við að gæta hagsmuna sinna. Sveitarfélagið gaf út leyfi til að breyta þeim hluta hússins sem þeir áttu ekki og afturkallaði það svo. Dómurinn bendir á að lagaákvæði um útgáfu byggingaleyfa séu misvísandi.

Lesa meira

Hoffellið verður á Eskifirði út vikuna

Viðgerð á Hoffelli, flutningaskipi Samskipa sem kom til Eskifjarðar á sunnudagskvöld með bilaða vél, tekur lengri tíma en áætlað var. Ljóst er að skipið lætur ekki úr höfn í þessari viku.

Lesa meira

Er eðlilegt að heilbrigðisþjónusta lifi á afkomu fyrirtækja?

Síldarvinnslan og tengd fyrirtæki í Neskaupsatð hafa undanfarin sex ár veitt 150 milljónum króna til að efla heilbrigðisþjónustu á Austurlandi. Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð segja það umhugsunarvert umhverfi sem velti kostnaði af opinberum stofnunum yfir á nærsamfélagið.

Lesa meira

Takmörkuð umhverfisáhrif af efnistöku við Eyri

Ekki er talið að vinnsla á 520 þúsund rúmmetrum á efni úr sjó við Eyri í Reyðarfirði hafi teljandi áhrif á umhverfið í nágrenninu. Þar er eitt stærsta setsvæðið á grunnsævi í firðinum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.