Orkumálinn 2024

„Makaval hefur sannarlega áhrif á búferlaflutninga fólks“

„Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif það hefur á búsetu fólks finni það sér maka annars vegar innan og hins vegar utan heimabyggðar,“ segir Kolbrún Ósk Baldursdóttir, frá Djúpavogi. Hún skilaði af sér lokaritgerð í BA-námi sínu við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um þessi mál nú í vor.

Lesa meira

Tafir á umferð um Berufjörð í dag

Ökumenn á leiðinni um Berufjörð í dag geta búist við töfum eftir hádegi vegna framkvæmda sem þar eru í gangi. Varað er við hvassviðri á svæðinu í kvöld.

Lesa meira

Varað við hálku á Fjarðarheiði

Vegagerðin varar við mögulegri hálku á Fjarðarheiði í fyrramálið og snjókomu á Möðrudalsöræfum í kvöld. Fyrsta kuldakast vetrarins er í kortunum.

Lesa meira

Viðbúnaðarstigi aflétt eystra

Óvissustigi almannavarna, sem lýst var yfir á Austfjörðum seinni part fimmtudags hefur verið aflétt. Áfram er þó fylgst með þekktum skriðusvæðum.

Lesa meira

Beðið eftir að Sigmundur Davíð staðfesti kjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ekki enn gefið það út með óyggjandi hætti í hvaða kjördæmi hann bjóði sig fram í komandi þingkosningum. Á sama tíma basla fyrrum samherjar hans við að koma saman framboðslista.

Lesa meira

Öryggi ferðamanna fyrirferðamest í mati Vegagerðarinnar

Öryggi vegfarenda og þýðing fyrir atvinnulíf eru þær þættir sem virðast vega þyngst í mati Vegagerðarinnar á því að betra sé að þjóðvegur 1 liggi framvegis um Suðurfjarðaveg í stað Breiðdalsheiði.

Lesa meira

Átta Austfirðingar á lista Sjálfstæðisflokksins

Átta Austfirðingar eru á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi þingkosningar en listinn var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og fyrrverandi þingmaður, er efst Austfirðinganna og skipar fjórða sætið.

Lesa meira

Arngrímur Viðar leiðir Bjarta framtíð

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri á Borgarfirði eystra, mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Tilkynnt var um sex efstu frambjóðendur í hverju kjördæmi í gær.

Lesa meira

Fimm að austan á lista Samfylkingarinnar

Fimm Austfirðingar eru á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem lagður var fram í gær. María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, er efst Austfirðinga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.