Orkumálinn 2024

Laxar skoða milljarða uppbyggingu á Djúpavogi

Fiskeldisfyrirtækið Laxar hafa samið við Djúpavogshrepp um forgangsrétt að lóð undir fiskvinnslu við Innri-Gleðivík. Framkvæmdastjórinn segir tímasetningu og stærð bygginganna velta á hraða uppbyggingar laxeldis á Austfjörðum. Sveitarstjóri Djúpavogshrepps segir fiskeldið koma með mikilvæg störf í byggðarlagið.

Lesa meira

Samgönguráðherra: Viljum að flugið verði raunhæfari kostur fyrir fólk sem á lengra að sækja

Samgönguráðherra skipar á næstu dögum starfshóp sem ætlað er að fjalla um málefni innanlandsflugs með það að markmiði að gera flugið ódýrara fyrir neytendur, meðal annars hvort það verði skilgreint sem almenningssamgöngur. Hin svonefnda skoska leið verður tekin til sérstakrar umfjöllunar innan hópsins.

Lesa meira

Verkmenntaskólinn settur undir berum himni

Skólasetning Verkmenntaskóla Austurlands á mánudag var haldin utan dyra. Hefð fyrir því hefur myndast undanfarin ár. Skólameistari segist ánægður með aðsókn í verknámið í skólanum.

Lesa meira

Hátíðisdagur á öllu Austurlandi

Vonir eru bundnar við að ný flugbraut á Norðfjarðarflugvelli auki mjög öryggi í heilbrigðisþjónustuá Austurlandi. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir baráttuna fyrir endurbættri braut hafa verið hagsmunamál alls Austurlands.

Lesa meira

Ráðherra vill vanda undirbúning að göngum til Seyðisfjarðar

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hyggst á næstunni skipa starfshóp til að meta þá kosti sem eru í boði fyrir jarðgöng til Seyðisfjarðar. Hann segir mikilvægt að taka ákvörðun að vel ígrunduðu máli til koma í veg fyrir að framkvæmdin rati síðar í ógöngur.

Lesa meira

Vegagerð hafin í Berufirði

Héraðsverk er byrjað á gerð nýs vegar yfir Berufjörð sem heimamenn hafa lengi beðið eftir. Aukinn kraftur færist í verkið á næstu vikum þegar Héraðsverk lýkur annarri stórframkvæmd sem fyrirtækið hefur verið með.

Lesa meira

Umferðartafir í Berufirði

Búast má við 15-30 mínútna töfum á Hringveginum um Berufjörð í dag. Þar eru nýhafnar framkvæmdir við nýjan veg í firðinum sunnanverðum.

Lesa meira

Gengur ekki að varavélarnar séu út um hvippinn og hvappinn

Atvinnurekandi á Breiðdalsvík segir margra tíma rafmagnsleysi koma illa niður á bæjarlífinu. Bærinn var án rafmagns í sjö tíma í gær. Varavél sem þjóna á svæðinu er suður í Öræfum. Breiðdælingar eru ósáttir við að ekki hafi verið staðið við áætlanir um úrbætur til að koma í veg fyrir langtíma rafmagnsleysi.

Lesa meira

Endaði á húsvegg eftir ofsaakstur á Seyðisfirði

Slökkvilið var kallað til vegna eldhættu eftir að ökumaður sem ók á ofsahraða í gegnum Seyðisfjörð endaði för sína á húsvegg í miðbænum á miðvikudagskvöld. Enginn slasaðist í atganginum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.