07. febrúar 2025
Varað við fljúgandi hálku í fjörðum Austurlands
Töluvert snjóaði austanlands í morgun sem, eins og Austurfrétt hefur greint frá í dag, olli enn meiri vandræðum fyrir viðbragðsaðila og Vegagerðina auk annarra. Það breyttist svo í rigningu þegar líða fór að hádegi og með hitastiginu í og við frostmark í kjölfarið hefur sú þróun valdið fljúgandi hálku víða í fjórðungnum.