Efnahagur skilur á milli þeirra sem geta sótt sér sálfræðiþjónustu

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) auglýsti nýverið eftir tveimur sálfræðingum til starfa. Enginn sálfræðingur hefur verið fastráðinn hjá stofnuninni frá haustinu 2015 þar sem ekki hefur tekist að ráða í stöðurnar. Forstjóri HSA segir verst að sumir treysti sér ekki til að nýta þá sálfræðiþjónustu sem þó er í boði í fjórðungnum vegna kostnaðar.

Lesa meira

„Það er orðið tímabært að karlmenn láti sig þessi mál varða“

„Þetta er mikið vandamál, en staðreyndin er sú að það er allskonar fræðsla í boði en ef það er eitthvað sem tengist geð- eða forvarnarmálum, þá mæta bara konur,“ segir Margrét Perla Kolka sem fer fyrir forvarnarteymi Verkmenntaskóla Austurlands.

Lesa meira

Áhugi á ferð um Gullna hringinn og Austurland að vetri

Seyðfirski ferðaskipuleggjandinn One Stop Shop hefur hafið sölu á vetrarferðum þar sem bæði er farið um lykilstaði á Suðurlandi og Austurlandi. Stjórnandinn segir hugarfarsbreytingar þörf til að selja Austurlandi að vetri til.

Lesa meira

Áhættusvæðin verða betur greind og girt af

„Ég ætla ekki að segja þér hvað við vorum lengi á leiðinni,“ segir Björn Einarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði, en lögreglan veitti sveitinni leyfi til forgangsaksturs eftir að útkall á háum forgangi barst vegna snjóflóðs af þaki Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði í gær.

Lesa meira

Orlof skal alltaf tiltekið á launaseðli

Austfirskt útgerðarfyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni tæpar 450 þúsund krónur í vangoldið orlof. Útgerðin telst bera allan halla af því að orlof var ekki skráð á launaseðil sjómannsins.

Lesa meira

Eskfirðingar langþreyttir á framkvæmdum við ár bæjarins

„Þetta minnir á sögu Davíðs Oddssonar af tilraunum hans til að hringja í konu sína frá Moskvu um árið,“ segir Ragnhildur Kristjánsdóttir, íbúi á Eskifirði, um rask sem hlaust af framkvæmdum við Ljósá á Eskifirði.

Lesa meira

„Þetta er framfaraskref fyrir allt og alla“

„Þetta er í rauninni eðlilegt skref eftir að HB Grandi jók umsvif sín, auk þess að vera einn liður í að styrkja net Olís á landabyggðinni,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, svæðisstjóri Olís á Austurlandi, en umboð og verslun hefur verið opnuð á Vopnafirði.

Lesa meira

„Kennarar eru lykilmenn þegar kemur að þjálfun í lestri“

„Stóra upplestrarkeppnin, hefur öll þau ár sem hún hefur verið við lýði, sannað að hún á erindi við börnin og verið stór þáttur í eflingu læsis á miðstigi grunnskóla,“ segir Jarþrúður Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Austurlands og umsjónarmaður keppninnar á Austurlandi.

Lesa meira

Áttatíu ára gamlir munur í húsvegg

„Ég ætlaði nú bara að fara upp og saga flísar sem ég er að vinna með en hugsaði að mig langaði að halda aðeins áfram að rífa það sem ég var var byrjaður á og það var þá sem ég fann þetta inn í vegg á miðhæðinni,“ segir Gunnar Viðar Þórarinsson, en hann fann 80 ára gamalt bréf og fleiri hluti inn í húsi sínu Brautarholti á Reyðarfirði í vikunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.