„Þá er allt klárt áður en haldið er í fjallið“

Töluverðar umbætur hafa átt sér stað á skíðasvæðinu í Oddskarði sem opnað var um helgina í fyrsta skipti í vetur. Nýr snjótroðari hefur verið tekinn gagnið sem og aðgangshlið.

Lesa meira

Upphitun Fjarðabyggðarhallarinnar í forgang

„Mér finnst mjög mikilvægt að hafa ungmennaráð til að sjá hvað ungu fólki finnst og að það geti komið sínum hugmyndum á framfæri, ekki bara eldra fólk, því það sér hlutina allt öðrum augum heldur en við,“ segir Jóhanna Lind Stefánsdóttir, fimmtán ára nemandi í Nesskóla í Neskaupstað, en hún er ein þeirra sem á sæti í ungmennaráði Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Nýr fjármálastjóri Alcoa Fjarðaáls

Gunnlaugur Aðalbjarnarson tók um áramót við starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Alcoa Fjarðaála. Hann tekur við starfinu af Ruth Elfarsdóttur sem gegnt hefur því frá árinu 2006.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um stuðning við lýsisverksmiðju: Fundið mikinn áhuga úr Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt undirritun viljayfirlýsingar við lýsisfyrirtækið Margildi þar sem lýst er velvilja og stuðningi í garð mögulegrar verksmiðju fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir yfirlýsinguna þýða að kastljósinu verði enn frekar beint að Fjarðabyggð.

Lesa meira

Ylströndin verður sterkur ferðamannasegull

„Það var sérstaklega ánægjulegt þegar búið var að skrifa undir samningana og nú getur hönnunarvinnan farið í gang,“ segir Ívar Ingimarsson, einn af hluthöfum Ylstrandarinnar við Urriðavatn, sem áætlað er að opni vorið 2019.

Lesa meira

„Ekkert sem kemst í lag á morgun“

Aðeins tveir þéttbýliskjarnar á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) eru með fráveitukerfi sem uppfyllir kröfur fráveitureglugerðar. Framkvæmdastjóri HAUST segir miklar kröfur sem kostnaðarsamt sé að uppfylla standa í sveitarfélögunum fremur en viljaleysi.

Lesa meira

„Þetta er það sem samfélagið okkar gengur út á“

Nemendum og starfsmönnum Grunnskóla Reyðarfjarðar stendur nú til boða að fá sér hafragraut í morgunmat í skólanum áður en kennsla hefst. Uppátækið er að frumkvæði foreldrafélagsins og skiptast foreldrar á að mæta árla morguns og útbúa graut.

Lesa meira

Tækifæri til að þróa viðskiptahugmyndir undir leiðsögn

Ástu Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans, segir gríðarleg verðmæti felast í því að taka þátt í svokölluðum viðskiptahraðli sem Icelandic Strartups stendur fyrir í samstarfi við Íslenska ferðaklasann.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.