06. febrúar 2025
Líklega tugmilljóna tjón á Stöðvarfirði
Þakplötur hafa fokið af minnst sjö húsum á Stöðvarfirði, heilt þak hvarf í heilu lagi af bílskúr í bænum, eitt gróðurhús fauk út í hafsauga og rúður hafa brotnað allvíða. Engin slys hafa orðið á fólki en heimamaður á staðnum telur lítinn vafa á að tjónið í bænum skipti tugum milljóna nú þegar.