23. janúar 2025
„Við erum bókstaflega annars flokks fólk hér á Seyðisfirði“
Fyrsta barnið sem komið hefur í heiminn á Seyðisfirði um 32 ára skeið leit dagsins fyrsta ljós við verstu hugsanlegu aðstæður þegar fjörðurinn var meira og minna lokaður vegna veðurs, snjóa og viðvarana á mánudaginn var. Ef ljósmóðir á eftirlaunum hefði ekki verið til taks í nágrenninu er ekki gefið að allt hefði gengið að óskum eins og raunin varð.