Orkumálinn 2024

Íbúar skora á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína

seydisfjordur april2014 0006 webÍbúar á Seyðisfirði safna nú undirskriftum þar sem skorað er á Landsbankann að endurskoða ákvörðun um að skerða þjónustu sína á staðnum með að stytta opnunartíma, flytja útibúið og fækka starfsmönnum.

Lesa meira

Bæjarskrifstofan í leigumiðlun

pall bjorgvinLeigumarkaðurinn í Fjarðabyggð hefur ekki verið auðveldur viðureignar síðustu misseri en tilfinnanlega vantar eignir á skrá þrátt fyrir að þær séu til staðar í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn segir að málin þyrftu að vinnast hraðar hjá Íbúðalánasjóði. Fjöldi eigna frá sjóðnum er á leið á markaðinn þessa daga.

Lesa meira

Sveitarfélögin vilja fresta skattaálögum á almenningssamgöngur

sigrun blondal x2014Aukinn virðisaukaskattskylda ferðaþjónustuaðila gæti aukið útgjöld sveitarfélaga. Frá áramótum ber verktökum sem sinna fólksflutningum að innheimta virðisaukaskatt af vinnu sinni. Forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs segir breytinguna setja samninga um almenningssamgöngur í uppnám.

Lesa meira

Þota easyJet lenti á Egilsstöðum

easyjet egs des 2015Starfsmenn á Egilsstaðaflugvelli eru ekki verkefnalausir í dag þó öllu innanlandsflugi hafi verið aflýst.

Lesa meira

„Kjöraðstæður til skrifa og útgáfu á Austurlandi"

bokstafur"Það eru náttúrulega allir og amma þeirra á Austurlandi búnir að gefa út bók á árinu," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Bókstafs, en árviss bókavaka verður í Safnahúsinu á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Opnar eigin sálfræðistofu: Býður upp á samtöl í gegnum Skype

orri smarason nov15 0009 webSálfræðingurinn Orri Smárason hefur opnað eigin stofu í Neskaupstað. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá HSA og sinnt börnum og unglingum en hyggst nú einnig bjóða upp á þjónustu fyrir fullorðna. Í boði eru bæði heimsóknir og samtöl í genum Skype samskipaforritið.

Lesa meira

„Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þetta sé mjög fornt hús"

landnamsskali10„Við fundum klár merki um mannabústað," segir Dr. Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, en í dag var grafin rannsóknarhola við Stöð í Stöðvarfirði í kjölfar þess að forkönnun á svæðinu sýndi fram á mögulegan landnámsskála á svæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.