Ekkert skyggni í mikilli snjókomu

snjor_egs_19122010_0008_web.jpgMikil snjókoma er víða á Austurlandi þessa stundina. Ófært er um Öxi, Breiðdalsheiði og Hellisheiði eystri. Flestir aðrir vegir eru færir en skyggni vont. Þar er skafrenningur eða éljagangur. Í spám Veðurstofunnar er ekki gert ráð fyrir að dragi úr ofankomunni fyrr en á morgun.

Björgunarsveitir hafa haft nóg að gera í snælduvitlausu veðri

Austfirskar björgunarsveitir hafa haft nóg að gera frá því um klukkan fimm í nótt við að aðstoða fólk. Snælduvitlaust veður hefur verið eystra í dag. Björgunarsveitin Ísólfur aðstoðaði ferðafólk í vandræðum á Fjarðaheiði í dag. Björgunarsveitin á Borgarfirði eystra hefur einnig verið kölluð út. Veðurstofan gerir ráð fyrir að heldur dragi úr vindi í kvöld.

 

HSA: Skorið niður um rúm sex prósent

ImageSkorið verður niður um 6,2% eða 125 milljónir króna hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á næsta ári. Þetta er töluverð lækkun frá því sem upphaflega var kynnt með fjárlagafrumvarpi en hefur samt nokkur áhrif á stofnunina.

 

Lesa meira

Blotnaði varla þegar bíllinn endaði úti í sjó

Hilmir Arnarson, íbúi á Fáskrúðsfirði, slapp með skrekkinn þegar bíll hans fór út við Fáskrúðsfjörð í gær og endaði úti í sjó. Hann segist varla hafa blotnað og aldrei orðið kalt.

Lesa meira

Eldurinn við álverið slökktur

alver_eldur_0004_web.jpgEldur í spenni við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði var slökktur rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Um tveimur tímum áður komst straumur á álverið. Með því tókst að koma í veg fyrir að ál storknaði í kerjum en slíkt hefði orðið mikið tjón.

Lesa meira

Talsvert magn fíkniefna fannst við húsleitir

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði, í í samstarfi við lögregluna á Seyðisfirði, lögregluhundaþjálfara Ríkislögreglustjóra, sérsveit Ríkislögreglustjórans á Norðurlandi ásamt fíkniefnateymi lögreglunnar á Akureyri lagði hald á talsvert magn fíkniefna við húsleitir í gær.

 

Lesa meira

Braust inn hjá lögreglunni á Eskifirði

eskifjordur_eskja.jpgLögreglan á Eskfirði hafði snör handtök þegar brotist var inn í bænum í seinustu viku. Hinn bíræfni þjófur braut sér leið inn á sjálfa lögreglustöðina.

 

Lesa meira

Kviknaði í rusli: Útiloka ekki íkveikju

logregla_utgardur7_bruni_0002_web.jpgLögreglan á Egilsstöðum útilokar ekki að kveikt hafi verið í ruslatunnu í fjölbýlishúsi við Útgarð á Egilsstöðum í morgun. Húsið var rýmt en ekki reyndist hætta á ferðum.

 

Lesa meira

Vopnfirðingar vilja taka Sundabúð að sér

vopnafjordur.jpgRekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar á Vopnafirði hefur verið tryggður að minnstakosti eitt ár í viðbót. Þann tíma á meðal annars að nýta í að kanna möguleika á yfirtöku sveitarfélagsins á rekstrinum.

 

Lesa meira

Óbreytt útsvar í Fjarðabyggð

fjarabygg.jpgBæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að útvar ársins 2011 verði óbreytt, 13,28% en sveitarfélagið fullnýtir útsvarsheimildir sínar í dag. Hlutfallið kann að hækka með færslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.