Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms: Forkaupsrétturinn snýst um fiskiskip en ekki hlutabréf

beitir feb14Kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Berg-Huginn í Vestmannaeyjum eru að fullu staðfest tæpum þremur árum eftir að samið var um þau í kjölfar þess að Hæstiréttur snéri við dómi héraðsdóms sem taldi Vestmanneyjabæ eiga forkaupsrétt að félaginu. Hæstiréttur taldi kaupin snúast um hlutabréf en ekki fiskiskip.

Lesa meira

Viðræður við erlendan aðila um flug um Egilsstaðaflugvöll 2016

thota egs 14042015 0007 webMöguleiki er að millilandaflug hefjist um Egilsstaðaflugvöll á næsta ári. Viðræður hafa staðið síðustu mánuði við mögulegan samstarfsaðila erlendis frá. Nú er unnið að því að tryggja að innviðir séu til taks ef af fluginu verður.

Lesa meira

„Hver röndóttur!" Laumufarþegi í innanlandsflugi

flug flugfelagislands egsflugvFarþegum með morgunvél Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á föstudagsmorgun brá nokkuð í brún þegar suðandi laumufarþegi birtist óvænt um borð í vélinni.

Lesa meira

Skapar tortryggni um ójafnræði meðal bjóðenda

nesk jan12 webFramkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarðabyggðar, valdi Nattúrustofu Vestfjarða sem einn af fjórum bjóðendum í lokuðu útboði um umhverfismat vegna ofanflóðavarna á Norðfirði. Það skapar tortryggni um að ójafnræði ríki á meðal bjóðenda, að mati Samtaka iðnaðarins.

Lesa meira

300 tonna safn flyst á Breiðdalsvík

bdalsvik hh1Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu til að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) frá Akureyri til Breiðdalsvíkur. Verkefnastjóri segir það lyftistöng fyrir byggðarlagið að fá safnið.

Lesa meira

Kvenfélagið safnaði fyrir sundlaug

2015 06 sundlaug breiddalsvik fjoll largeÞann 15. júní nk. verður sundlaugin í Breiðdalsvík opnuð almenningi á ný. Meðlimir Kvenfélagsins Hlífar tóku saman höndum og höfðu forystu um söfnun fjármuna til endurbóta á lauginni.

Lesa meira

Minna en kílómetri eftir af göngunum

nordfjardargong 08062015 webNú fer að draga nær lokum gangagraftrar, en jarðgangamenn eru nú komnir nokkuð áleiðis á síðasta kílómetrann. Alls hafa nú verið grafnir 6.690 metrar af þeim 7.566 metrum jarðganga í bergi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.

Lesa meira

Ný ísbúð opnar á Egilsstöðum

IMG 1386Í gær opnaði ný ísbúð í Miðvangi á Egilsstöðum. Ísbúðin heitir Salt og er rekin af sömu aðilum og reka veitingastaðinn Salt, sem er í sama húsnæði.

Lesa meira

Stórt húsnæði, íþróttahús og sundlaug brátt til sölu

hallormsstadarskoli mai13Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni að húsnæði Hallormsstaðarskóla verði auglýst til sölu. Að sögn formanns bæjarráðs Fljótsdalshéraðs voru viðræður við Skógrækt Ríkisins um að hefja starfsemi í húsnæðinu, en ekkert kom út úr þeim.

Lesa meira

Uppsafnaður rekstrarhalli Heilbrigðisstofnunar Austurlands hátt í 300 milljónir

fjordungssjukrahus neskaupstadHeilbrigðisstofnun Austurlands var rekin með 36 milljón króna halla á síðasta ári og í lok ársins 2014 nam uppsafnaður rekstrarhalli stofnunarinnar 278 milljónum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem fyrri ábendingar til Velferðarráðuneytisins og HSA vegna rekstrarvanda heilbrigðisstofnunarinnar eru ítrekaðar.

Lesa meira

Nýstúdent opnar bílaþvottastöð í Fellabæ

KolbeinnHinn 18 ára gamli Kolbeinn Ísak Hilmarsson opnaði á dögunum bílaþvottastöðina Bílaþvottahúsið í Fellabæ. Kolbeinn er nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Egilsstöðum, þar sem hann lauk námi á þremur árum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.