Sigrún Blöndal: Ekki ætti að gefa afslátt af skipulagsvaldi sveitarfélaga

sigrun blondal x2014Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og formaður Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi, hefur áhyggjur af tilhneigingu stjórnvalda til að auka ráðherraræði og þrengja að að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Þetta segir hún vegna frumvarps Höskulds Þórhallssonar, sem felur í sér að skipulag alþjóðaflugvallanna í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum heyri undir innanríkisráðherra.

Lesa meira

„Borgaryfirvöld hafa sýnt landsbyggðinni fingurinn“

gunnar jonsson x14 sigadGunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, segir framgöngu borgaryfirvalda í Reykjavík ástæðu þess að bæjarstjórn Fljótdalshéraðs styðji hugmyndir um að skipulag Reykjavíkurflugvallar og annarra alþjóðaflugvalla á Íslandi verði flutt til innanríkisráðherra. Hann segir borgaryfirvöld í Reykjavíkurborg ítrekað hafa „sýnt landsbyggðinni fingurinn“ með gjörðum sínum.

Lesa meira

Glæsilegur Venus í Vopnafjarðarhöfn - Myndir

IMG 1122Nýtt uppsjávarskip HB Granda, Venus NS 150, kom til heimahafnar á Vopnafirði um hvítasunnuhelgina og á miðvikudag var haldin formleg móttaka, þar sem íbúum Vopnafjarðar og öðrum áhugasömum var gefinn kostur á að skoða þessa glæsilegu viðbót íslenska fiskiskipaflotans.

Lesa meira

Elsa Guðný nýr safnstjóri Minjasafnsins

elsa gudny bjorgvinsdottir juli14Elsa Guðný Björgvinsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Minjasafns Austurlands. Hún tekur við starfinu í haust af Unni Birnu Karlsdóttur.

Lesa meira

Snjór í byggð á Austurlandi

rsz 1rsz 1img 8819Íbúar á Héraði og víðar á Austurlandi vöknuðu upp við fannhvíta jörð í morgun, þrátt fyrir að komið sé fram í júní. Útlit er fyrir áframhaldandi kulda og úrkomu fram eftir vikunni.

Lesa meira

Norðfjörður og Eskifjörður í 4G samband

4g eskifjordurSíminn hefur bætt við þremur nýjum 4G sendum á Austurlandi sem dekka eiga Fellabæ, Norðfjörð og Eskifjörð. Slík þjónusta er nú í boði fyrir 84% landsmanna.

Lesa meira

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs ræddi flugvallamál við þingnefnd

bjorn ingimarsson 0006 webBæjarstjóri Fljótsdalshéraðs kynnti sjónarmið meirihluta bæjarstjórnar sveitarfélagsins á fundi umhverfis- og samgöngunefndar um að skipulag alþjóðaflugvalla ætti heima hjá ríkinu. Eftir að frumvarp þess efnis var afgreitt úr nefndinni í morgun kölluðu nefndarmenn eftir því að sveitarfélagið kæmi til að útskýra sjónarmið sitt.

Lesa meira

Júnímánuður byrjar á snjómokstri hjá Vegagerðinni

fjardarheidi4 webStarfsmenn Vegagerðarinnar á Austurlandi þurftu að moka snjó í Oddskarði og á Fjarðarheiði á þessum fyrsta degi júnímánaðar. Vegurinn um Oddskarð var alhvítur og krapi var á veginum við göngin. Þá þurfti einnig að moka krapa af veginum yfir Fjarðarheiði.

Lesa meira

Vigdís Hauksdóttir: Vegamálin eru næst á dagskrá

vigdis hauksdottir mai15 0001 webVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að samgöngumál séu næsta forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Hún segir að stofnanir verði ekki sameinaðar nema af því sé sýnilegur ávinningur.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.