Orkumálinn 2024

LungA sett í fimmtánda sinn: Kærleiksrík athöfn

lunga opnun 2015 mejLungA-hátíðin á Seyðisfirði var sett í fimmtánda sinn í gærkvöldi í félagsheimilinu Herðubreið. Fjölþjóðlegur listahópur flutti þar gjörning þar sem unnið var út frá hugtakinu samkennd.

Lesa meira

Mjög jákvæð teikn um möguleika á millilandaflugi

thota egs 14042015 0019 snyrt webFramkvæmdastjóri Austurbrúar segir mjög jákvæð teikn á lofti" í viðræðum við stóran breskan ferðaþjónustuaðila um beint flug á milli Egilsstaða og Englands á næsta ári. Næsta viðræðulota verður í ágúst.

Lesa meira

Eistnaflug: Börn leyfð til klukkan tíu – Skipuleggjandi segir hátíðum mismunað

eistnaflug 2014 0070 webTónlistarhátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þess efnis að lögreglustjórinn á Austurlandi hefði ákveðið að börn mættu ekki koma inn í tónleikasalinn á Eistnaflugi. Það er rangt, samkvæmt lögreglunni á Eskifirði. Börn megi vera á tónleikum til klukkan tíu. Skipuleggjandi Eistnaflugs segir tónlistarhátíðum mismunað hvað þetta varðar og nauðsynlegt sé að yfirvöld dragi skýra línu.

Lesa meira

Guðmundur Bjarnason látinn

gudmundur bjarnason neskbaejoGuðmundur Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað á laugardagsmorgun.

Lesa meira

Unnið dag og nótt á Egilsstaðanesi

egilsstadanesVerið er að endurnýja stofnlögn hitaveitunnar á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Unnið hefur verið dag og nótt að verkinu undanfarið og allt gengið samkvæmt áætlun, samkvæmt Guðmundi Davíðssyni, framkvæmdastjóra Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Lesa meira

Vilhjálmur G. Pálsson: Sárt að missa stóru sjóðina

villi sparnor juni15Allt stefnir í að innan tíðar verði Sparisjóður Austurlands, sem þar til í apríl var kenndur við Norðfjörð, einn af fjórum sparisjóðum sem eftir eru í landinu en þrír stórir sjóðir hafa horfið undir bankana nýverið. Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðsstjóri, er jafnframt nýr formaður Sambands íslenskra sparisjóða (SÍSP)

Lesa meira

Fiðrildin hætta starfsemi – Styrkja fimleikadeild Hattar um rúma milljón

IMG 1712Í gær lauk 40 ára sögu þjóðdansafélagsins Fiðrildanna á Fljótsdalshéraði með formlegum hætti á Gistihúsinu á Egilsstöðum. Eignum félagsins var ráðstafað til góðra málefna og starfseminni slitið, en lítil starfsemi hefur verið í félaginu undanfarin ár. Fiðrildin ákváðu að gefa leikskólum á Fljótsdalshéraði vönduð hljómflutningstæki og þá fékk fimleikadeild Hattar ríflega 1,1 milljón króna til tækjakaupa.

Lesa meira

Vill bæjarstjórn Fjarðabyggðar að Seyðisfjörður verði endastöð til framtíðar?

maggy gaujaForsvarsmenn bæjarráða Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðarkaupstaðar eru ósammála um heppilegustu gangatenginguna fyrir Seyðisfjörð. Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsti í fréttum RÚV þeirri skoðun að betra væri að byrja á göngum frá Seyðisfirði til Norðfjarðar í gegnum Mjóafjörð með tengingu upp á Fagradal, svokölluðum T-göngum, en formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar segir þau hvorki tryggja betri né tryggari vetrarsamgöngur.

Lesa meira

Eiður Ragnars hættir í bæjarstjórn Fjarðabyggðar

eidur ragnarsson mai2014Eiður Ragnarsson, fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, hefur sagt sig úr bæjarstjórninni. Ástæðan er að hann er að flytja aftur á æskustöðvarnar í Djúpavogshreppi.

Lesa meira

Af hverju eru Egilsstaðir og Fellabær ekki á Facebook?

egilsstadir 03072013 0001 webSpurning fyrirsagnarinnar hefur kvalið margan manninn á Fljótsdalshéraði um árabil, en fyrir þá sem ekki vita þá er staðreyndin sú að á samskiptamiðlinum Facebook er hvorki hægt að velja Egilsstaði né Fellabæ sem heimabæ sinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.