08. janúar 2025
Bið í Oddsskarðinu en allt komið á fullt í Stafdal
Gæðunum er aðeins misskipt í byrjun nýs árs á skíðasvæðunum tveimur austanlands. Í Stafdal var snjómagnið nægjanlegt strax þann 3. janúar til að opna svæðið en töluvert meiri snjó þarf enn til í Oddsskarði svo hægt verði að setja lyfturnar þar í gang.