Hæstiréttur snéri í dag við úrskurði héraðsdóms í máli Landsvirkjunar gegn Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði um að Þjóðskrá ætti ekki að skrá og meta vatnsréttindi við Jökulsá á Dal inn í fasteignamat. Dómurinn gæti haft umtalsvert fordæmisgildi og falið í sér auknar tekjur fyrir sveitarfélögin Fljótsdalshrepp og Fljótsdalshérað.
Launafl á Reyðafirði og MultiTask í Neskaupstað eru nýir endurseljendur fyrir Símann á Austurlandi. Þá er Rafey á Egilsstöðum nýr verktaki fyrir Símann.
Tilhögun beins flugs milli Egilsstaða og Lundúna er kynnt á blaðamannafundi sem hófst klukkan hálf tvö í flugstöðinni á Egilsstöðum. Flogið verður á miðvikudögum og laugardögum allt næsta sumar.
Ólöf Nordal, innanríkisáðherra, spáir því að ekki verði frekari uppbygging í kringum orkufrekan iðnað á næstu árum hérlendis. Hún kallar eftir meiri langtímahugsun í stjórn efnahagsmála og aðhaldi í rekstri ríkisins.
Björn Óli Hauksson, forstjóri ISAVIA, segir að Egilsstaðaflugvöllur og starfsmenn hans geti leikandi tekið á móti áætluðu flugi milli Egilsstaða og Lundúna næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku.
Ferðaskrifstofan Discover the World kynnti í dag formlega áætlun sína um að fljúga tvisvar í viku á milli Egilsstaða og Gatwick flugvallar við London næsta sumar. Um leið var undirritað samkomulag við ferðaþjónustufyrirtækin Tanna Travel og Fjallasýn um þjónustu við ferðamenn og sölu á flugmiðum innanlands.
Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 10. október. Dagurinn er sem fyrr tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði fyrir viku mikið magn fíkniefna sem falin voru í bifreið sem kom til landsins með Norrænu fyrir tæpum tveimur vikum.
Tanni Travel á Eskifirði og Fjallasýn á Húsavík skrifuðu í gær undir samkomulag við bresku ferðaskrifstofuna Discover the World um að annast sölu í beint flug skrifstofunnar til Lundúna á Íslandi og þjónusta ferðalanga sem hingað koma. Framkvæmdastjóri Tanna Travel segir að fara þurfi vandlega yfir framtíðaráform fyrirtækisins í ljósi hins nýja verkefnis.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir beint flug á milli Egilsstaða og Lundúna nauðsynlegt ekki bara fyrir Austurland heldur landið allt. Fjölga þurfi gáttum inn í landið til að hægt sé að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.
Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka takmarkanir á afhendingu rafmagns til kaupenda ótryggrar orku sem boðaðar voru vegna lágrar stöðu í miðlunarlónunum síðsumars.
Svíinn Daniel Byström stýrir á morgun vinnustofu um hönnun Austurlands sem áfangastaðar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar verður meðal annars kynnt könnun sem gerð var í sumar meðal íbúa og ferðmanna á styrkleikum og veikleikum fjórðungsins. Daniel segir viðhorf íbúa ekki skipta hvað síst í þessu samhengi.