Freyja Dögg Frímannsdóttir, svæðisstjóri RÚVAK, segir illa hafa gengið í hálfa stöðu fréttamanns sem auglýst var á Austurlandi í vor. Áfram sé hins vegar stefnt að ráðningu í stöðuna.
Forstöðumaður dreifikerfis Ríkisútvarpsins segir vonast til að hægt verði að fá leyfi fyrir að skipta um ljósabúnað í langbylgjumastrinu á Eiðum innan tíðar. Bilaður ljósum með skærum, hvítum blikkljósum hefur valdið íbúum þar miklum ama.
Lögreglan á Austurlandi hvetur ökumenn til að sýna smölum tillitssemi þar sem þeir þurfa að reka fé eftir þjóðvegunum. Brögð eru að því að smölum sé lítil virðing sýnd.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var settur á á Hótel Framtíð, Djúpavogi í morgun. Sveitarstjórnarmenn þeirra átta sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin munu þar móta sameiginlegar áherslur landshlutans auk þess að ræða þau tækifæri og áskoranir sem sveitarfélögin standa frammi fyrir.
Innanríkisráðherra segir málefni Reykjavíkurflugvallar vera í erfiðum hnút þar sem ríkið hafi eina stefnu og borgin aðra. Loforð borgarinnar til Valsmanna hafi sérstaklega flækt þau. Hún vill samt fara varlega í yfirlýsingar ef það skyldi koma til kasta ráðherra að úrskurða á einhvern hátt í málinu.
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir að á næstu dögum verði rætt við aðalverktaka Norðfjarðarganga um hvort hægt séu að opna göngin fyrr en áætlað var. Hann segir gröft þeirra hafa gengið hraðar en menn hafi þorað að vona.
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð til 7. október yfir hollensku pari sem grunað er um tilraun til stórfellds innflutnings á fíkniefnum með Norrænu í byrjun mánaðarins.
Ekki náðist að veiða 103 hreindýr af þeim 1274 sem fella átti þar til sumarveiðitímabilinu lauk þann 20. september. Seint gréri á heiðum í sumar þannig að dýrin eltu nýgræðingin upp lengur og komu síður niður undir lok tímabilsins.
Þrjár þéttsetnar rútur fluttu gesti inn í væntanleg Norðfjarðargöng þegar síðasta haftið í göngunum var sprengt. Vegamálastjóri segir að með því sé helsta óvissan í verkinu úr sögunni. Á næstunni verður skoðað hvort hægt verði að flýta verklokum.