Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, segir að prestar geti ekki mismunað pörum um giftingar á grundvelli kynhneigðar á meðan þeir séu opinberir starfsmenn. Hún segir breytingatillögu á hjúskaparlögum um samviskufrelsi presta hafa verið lagða fram í annarri umræðu en nú ríki.
Íslensk stjórnvöld verða að koma markvissar að kynningu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til að auka möguleika á millilandaflugi um þá. Þingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um að gera aðgerðaáætlun.
Landsvirkjun hefur frestað mögulegri takmörkun á afhendingu rafmagns til viðskiptavina um einn mánuð. Met var nýverið sett í innrennsli á einum degi í Hálslón.
Flóttamenn í Ungverjalandi eru hvattir til að passa upp á eigur sínar og hvers konar ferðamáta þeir kjósa sér, segir Austfirðingur sem nýkominn er frá landinu. Hún segist upplifa úrræðaleysi eftir heimkomuna.
Frans páfi skipaði í dag Davíð Tencer, sóknarprest kaþólska safnaðarins á Reyðarfirði, sem nýjan biskup kaþólikka á Íslandi. Hann tekur við embættinu í lok október.
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því við Vegagerðina að kannað verði hvort hægt verði að flýta verklokum við ný Norðfjarðargöng. Ráðherra sprengir síðasta haftið á dag.
Lokaumferðin í 2. deild karla í knattspyrnu fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvort Leiknismenn eða Huginsmenn standa uppi sem sigurvegarar í deildinni. Bæði lið hafa 48 stig fyrir lokaumferðina en Leiknismenn hafa betri markatölu.