Fararstjóri hjá ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun vísaði rútufarþegum upp í garðinn við íbúðarhúsið á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal til að gera þarfir sínar í kvöld. Heimilisfólkið segist löngu vera komið með upp í kok af slíkri hegðun sem hafi viðgengist árum saman.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum bann við umferð vélknúinna ökutækja á innan við göngubrú sem liggur yfir Búlandsá og uppbyggður vegur liggur að.
Clive Stacey, eigandi ferðaskrifstofunnar Discover the World, segist hafa trú á að hægt verði að auka enn frekar ferðamannastreymi til Íslands með beinu flugi milli Egilsstaða og Gatwick flugvallar við London. Til stendur að gera tilraunir með flug frá maí til október á næsta ári og í febrúar og mars árið 2017.
Á miðnætti hófst hreindýraveiðitímabilið og samkvæmt Jóhanni G. Gunnarssyni hjá Umhverfisstofnun á Egilsstöðum er nú þegar búið að fella sjö tarfa, alla á veiðisvæði 7 í Djúpavogshreppi. Ekki er óvanalegt að veiðin fari hratt af stað, en róist síðan örlítið eftir fyrstu helgina.
Bláfáninn var dreginn að hún við höfnina á Borgarfirði eystra í þrettánda sinn fyrir skemmstu. Verkefnið var innleitt hérlendis og hafa Borgfirðingar því verið með frá byrjun.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann á sextugsaldri fyrir meiðyrði í garð lögregluþjóns. Sakfellt var fyrir umæli þar sem lögregluþjónninn var sakaður um að hafa sent ungum stúlkum kynferðisleg skilaboð. Ekki var sakfellt fyrir ásakanir á hendur lögregluþjóninum um einelti.
Verkefnastjóri hjá Austurbrú segir að líklega verði beðið eftir niðurstöðum starfshóps um millilandaflug frá Egilsstöðum áður en endanleg ákvörðun liggur fyrir um flug þaðan til Bretlands. Stór bresk ferðaskrifstofa áformar vikulegt flug næsta sumar.
Nú er búið að grafa meira en 7 km leiðarinnar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rúma 3 km frá Norðfirði og rúma 4 km frá Eskifirði. Það eru því aðeins um 500 metrar eftir þar til slegið verður í gegn.
Of snemmt er að fullyrða nokkuð um aðstæður til jarðgangagerðar undir Fjarðarheiði fyrr en frekari rannsóknir hafa farið fram. Ljóst er verkefnið verður snúið þar sem göngin verða ein lengstu veggöng í Evrópu. Fyrstu athuganir benda heldur til erfiðra aðstæðna.
Nýr Blængur NK, sem Síldarvinnslan keypti í byrjun mánaðarins, hélt til veiða um síðustu helgi. Forstjóri fyrirtækisins segir að keypt hafi verið öflugt skip sem bjóði upp á ýmsa möguleika.
Enginn sótti um stöðu héraðsdýralæknis í Austurumdæmi sem auglýst var öðru sinni nýverið. Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið en staðan hefur verið laus nánast frá áramótum.
Varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur áhyggjur af öryggi og umhverfi Fjarðarheiðarganga. Hann hvetur til þess að menn skoði að sameina Austfirði með styttri göngum milli Fjarðanna í suðri.