Í ljósi voveiflegra atburða og óvæntra dauðsfalla ungmenna á Austurlandi undanfarin ár er boðið til fundar í Hlymsdölum í kvöld þriðjudaginn 21. apríl klukkan 18.
Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi styður kröfu Starfsgreinasambands Íslands um að lágmarkslaun skuli hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði.
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps treystir því að bankaþjónusta í byggðarlaginu skerðist ekki frekar en orðið er eftir yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Vestmannaeyja fyrir skemmstu. Þetta kemur fram í bókun frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
93,4% þeirra félagsmanna AFLs starfsgreinafélags sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambands Íslands kusu með verkfalli. Verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku.
Framvindan hefur verið upp og ofan Eskifjarðarmegin en búið er að borga meira en sex kílómetra af göngunum. Ný setbergslög koma stöðugt í ljós, einkum Eskifjarðarmegin, sem útheimta miklar styrkingar.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs veitti í kvöld bæjarráði heimild til að taka afstöðu til þess hvort fallið verði frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á Eiðastað.
Það hefur vart farið fram hjá lesendum Austurfréttar að íbúar Seyðisfjarðar hafa á undanförnum misserum kannað möguleikann á því að fá opnaða Nettóverslun í stað Samkaupa Strax sem nú er í bæjarfélaginu.
Mokstursmenn frá Vegagerðinni hafa í vikunni unnið að því að opna vegina yfir Breiðdalsheiði og Öxi. Talsmaður Vegagerðarinnar segir opnanirnar á fjallvegunum hafa gengið vel.
Eins og Austurfrétt greindi frá í síðustu viku skora Seyðfirðingar á eigendur Samkaupa að breyta verslun staðarins í Nettó lágvöruverslun. Bæjarbúar eru langþreyttir á að keyra á Egilsstaði til að kaupa í matinn og vilja versla í heimabyggð. Framkvæmdastjórn Samakaupa fékk áskorunina í hendur fyrir helgi og hefur nú svarað Seyðfirðingum.