10. desember 2024
Fjárfest fyrir fimm hundruð milljónir í Fljótsdalshreppi
Fjárfestingar Fljótsdalshrepps í ár og næstu fjögur árin munu alls nema rétt tæpum 500 milljónum króna samkvæmt framlagðri og samþykktri fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlunar í kjölfar þess. Sveitarfélagið verður áfram með allra lægstu útsvarsprósentu í landinu, 12,44%, eins og verið hefur um margra ára skeið.