05. desember 2024
Tekist á í bæjarráði Fjarðabyggðar vegna breytinga á leikskólagjöldum
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarráði Fjarðabyggðar samþykktu fyrr í vikunni töluverðar breytingar á leikskólagjöldum sem taka eiga gildi þann 1. mars á nýju ári. Fulltrúi Fjarðalistans segir breytingarnar geta þýtt vel yfir 60% gjaldhækkun fyrir foreldra.