Verkjaskólinn: Hjálpa einstaklingum til að ná betri tökum á lífi sínu

hsa starfa webHeilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) hafa gert með sér samstarfssamning um starfrækslu á „Verkjaskóla" fyrir skjólstæðinga StarfA. Samstarfið felur í sér kennslu og ráðgjöf um hvernig njóta má lífsins þrátt fyrir verki. Markmið kennslunnar er að rjúfa vítarhring verkja og óæskilegra lifnaðarhátta, en fjöldi einstaklinga býr við skerta færni og lífsgæði vegna þrálátra verkja.

Lesa meira

Stillt upp hjá Héraðslistanum: Nóg pláss fyrir nýliða

sigrun blondal 2010Uppstillinganefnd mun stilla upp á lista hjá framboði Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Málefnastarf framboðsins fer á fullt í febrúar.

Lesa meira

Stillt upp hjá Framsókn í Fjarðabyggð

jon bjorn hakonarson mai12Stillt verður upp á lista Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Ekki er enn komið í ljós hverjir af þeim sem fóru fyrir framboðinu í síðustu kosningum gefa kost á sér áfram.

Lesa meira

Fjarðaál þarf að draga saman annað árið í röð: Verðum að geta treyst á örugga orku

magnus thor asmundsson alcoaUndirbúningur er hafinn að því að draga úr framleiðslu Alcoa Fjarðaáls eftir að Landsvirkjun tilkynnti fyrirtækinu að hún gæti mögulega ekki skaffað fyrirtækinu þá raforku sem það þarf. Þetta er í annað skiptið á innan við tólf mánuðum sem Fjarðaál þarf að grípa til ráðstafana vegna þess. Forstjóri Alcoa á Íslandi segir að finna verði varanlega lausn á orkumálunum því fyrirtækið verði að geta treyst á örugga orku.

Lesa meira

Markaðsstofur landshlutanna boða til Mannamóts

dyrfjoll3 webÍ dag er í fyrsta sinn haldinn sameiginlegur kynningarfundur ferðaþjónustuaðila af landinu öllu undir nafninu Mannamót. Verkefnið er unnið í sameiningu af markaðsstofum landshlutanna.

Lesa meira

Skriða féll á Skriðuklaustri

skriduklaustur aurskrida 23012014Miklar rigningar á Austurlandi síðustu daga eru farnar að taka sinn toll. Um fjörutíu metra breið skriða féll við Skriðuklaustur í nótt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.