Orkumálinn 2024

AFL: Ekki komist lengra án átaka

hjordis thora sigurthorsdottir aflHjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, segir að menn hafi metið stöðuna þannig rétt væri að skrifa undir nýjan kjarasamning um helgina því lengra yrði ekki komist án átaka og láta á það reyna í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna hvort þeir væru sama sinnis. Hún gefur lítið fyrir gagnrýni formanna nokkurra aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem hún segir hafa brostið kjark til að standa við ákvörðun sem ekki væri fallin til vinsælda.

Lesa meira

Ekki farið austur á Seyðisfjörð í skipulögðum Walter Mitty ferðum

waltermitty seydisfjordur eldgosSeyðisfjörður er ekki einn af áfangastöðum Walter Mitty ferða sem ferðaþjónustu fyrirtækið Iceland Travel hefur skipulagt þrátt fyrir að staðurinn hafi verið notaður við tökur á kvikmyndinni sem ferðirnar eru kenndar við. Lögð er áhersla á að skoða valda tökustaði og „vinsælustu" áfangstaði ferðamanna hérlendis.

Lesa meira

Austurvarp: Nýtt beltatæki algjör bylting í vinnu

beltataeki landsnet webNýtt beltatæki Landsnets auðveldar aðgang að bilunum í rafmagnsleysi, einkum við erfiðar aðstæður. Verkstjóri hjá Landsneti segir það algjöra byltingu í vinnu. Austurvarp slóst í för þegar tækið var reynt í fyrsta sinn á Hallormsstaðahálsi fyrr í haust.

Lesa meira

Norræna: Þingmenn styðja ekki uppbyggingu annarrar ferjuhafnar

norronaÞingmenn Norðausturkjördæmis hafa sent Seyðfirðingum yfirlýsingu um að þeir séu ekki tilbúnir að styrkja uppbyggingu annarra hafna til að geta tekið við Norrænu. Forráðamenn Smyril-Line hafa ekki orðið við óskum Seyðfirðinga um viðræður um framtíð ferjusiglinganna en hafa hins vegar fundað með fulltrúum Fjarðabyggðar. Framkvæmdastjóri Smyril-Line segir fyrirtækið ekki tilbúið að bíða eftir göngum undir Fjarðarheiði.

Lesa meira

Aðeins þriðjungur bleikjustofnsins enn í Lagarfljóti eftir virkjun?

karahnjukarAðeins þriðjungur virðist eftir af þeim bleikjustofni sem var í Lagarfljóti fyrir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Vísbendingar eru um sambærilega fækkun urriða í fljótinu. Fiskarnir virðast einnig smærri en áður. Minnkandi ljósmagn í vatninu rýrir lífsskilyrðin.

Lesa meira

Neseyri: Ef stærsta framkvæmdin er ekki kosningamál, hvað er það þá?

neseyri leikskolalod khFulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja Framsóknarflokkinn ekki standa við gefin fyrirheit um að færa Nesgötu fyrir byggingu nýs leikskóla í Neskaupstað. Framsóknarmenn segja að við nánari skoðun hafi komið í ljós að fýsilegri kostur sé að hafa götuna áfram á núverandi stað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.