28. nóvember 2024
Ný uppfærð rýmingarkort vegna ofanflóðahættu austanlands staðfest
Ný og uppfærð rýmingarkort vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Neskaupstað voru staðfest og opinberuð formlega fyrr í dag. Nýju kortin taka nú meðal annars mið af uppkomnum snjóflóðavörnum.