26. nóvember 2024
Komu skipverjum á vélarvana fiskibát til hjálpar austur af Barðanum
Björgunarsveit Hafbjargar í Neskaupstað var ræst út rétt fyrir klukkan 4 í nótt vegna vélarvana fiskibáts 22 sjómílum austur af Barðanum. Tókst allt vel þegar komið var á staðinn og eru bátarnir rétt ókomnir í land.