30. september 2025
Eldra fólk annars staðar frá farið að sækja í ódýrar eignir á Austurlandi
Frá því snemma í vor hefur fasteignamarkaðurinn á Austurlandi verið með líflegra móti og enn er töluverð hreyfing að sögn fasteignasala þó það sé fyrst og fremst varðandi ódýrari eignir. Athygli hefur þó sérstaklega vakið aukinn áhugi eldri borgara, af höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, á ódýrari eignum austanlands.