Slóð lögð að nýjum Norðfjarðargöngum
Undirbúningur að nýjum Norðfjarðargöngum er kominn á fullt. Í sumar hefur verið unnið að byggingu nýrrar brúar yfir Norðfjarðará og nú er byrjað að ryðja slóð frá væntanlegum gangnamunna að brúnni til að menn komist að munnanum og geti byrjað að vinna þar.Slóðin er um þrír kílómetrar að lengd og lögð í fyrirhugðu vegstæði til að hún valdi sem minnstum spjöllum á landinu.
Fyrst var farið eftir veglínunni, jafnað í henni og ræst fram á blautustu svæðunum en votlendi er víað í henni. Síðan á að reyna að flytja skriðuefni frá gangnamunnanum í slóðina til að hún beri vörubíla.
Vegurinn sjálfur verður síðan að mestu gerður úr efni úr göngunum þegar þar að kemur. Verkið er unnið af Héraðsverki.