Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Fyrstu tækin væntanleg á svæðið um helgina

nordfjardargong 31082013 1Forsvarsmenn aðalverktaka nýrra Norðfjarðarganga heimsóttu svæðið í síðustu viku. Von er að verktakinn fari að koma sér fyrir á næstu dögum.

Búist er við að tækjaflutningar hefjist um helgina og einhverjar framkvæmdir verði á svæðinu strax eftir helgi.

Forsvarsmenn verktakans, verkkaupa og eftirlits voru á ferð um Eskifjörð í vikunni og kynntu sér aðstæður. Vinnubúðir aðalverktakans, sem er Suðurverk í samstarfi við tékkneska fyrirtækið Metrostav, verða í innri mörkum íbúabyggðarinnar á Eskifirði.

Í Norðfirði hefur verið unnið í brú yfir Norðfjarðará. Gert er ráð fyrir að brúargólfið verði steypt um miðjan september og brúin tilbúin um mánaðarmótin.

Mynd: Stjórnendur verksins, frá vinstri: Guðmundur Þór Björnsson, umsjónarmaður og yfirstjórnandi eftirlits (Hnit hf. verkfræðistofa), Gísli Eiríksson, fulltrúi verkkaupa (Vegagerðin), Guðmundur Ólafsson, verkefnisstjóri verktaka (Suðurverk hf.), Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri (Suðurverk hf.)

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.