Norðfjarðargöng: Fyrstu tækin væntanleg á svæðið um helgina
Forsvarsmenn aðalverktaka nýrra Norðfjarðarganga heimsóttu svæðið í síðustu viku. Von er að verktakinn fari að koma sér fyrir á næstu dögum.Búist er við að tækjaflutningar hefjist um helgina og einhverjar framkvæmdir verði á svæðinu strax eftir helgi.
Forsvarsmenn verktakans, verkkaupa og eftirlits voru á ferð um Eskifjörð í vikunni og kynntu sér aðstæður. Vinnubúðir aðalverktakans, sem er Suðurverk í samstarfi við tékkneska fyrirtækið Metrostav, verða í innri mörkum íbúabyggðarinnar á Eskifirði.
Í Norðfirði hefur verið unnið í brú yfir Norðfjarðará. Gert er ráð fyrir að brúargólfið verði steypt um miðjan september og brúin tilbúin um mánaðarmótin.
Mynd: Stjórnendur verksins, frá vinstri: Guðmundur Þór Björnsson, umsjónarmaður og yfirstjórnandi eftirlits (Hnit hf. verkfræðistofa), Gísli Eiríksson, fulltrúi verkkaupa (Vegagerðin), Guðmundur Ólafsson, verkefnisstjóri verktaka (Suðurverk hf.), Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri (Suðurverk hf.)